Söfnuðu yfir hálfri milljón til styrktar líknarsjóði Grafarvogskirkju

Félag Sjálfstæðismanna í Grafarvogi hélt á dögunum Hátíðarbingó í Ölhúsinu í Grafavogi þar sem safnaðist meira hálf milljón króna til styrktar líknarsjóði Grafarvogskirkju. Húsfyllir var á Ölhúsinu enda glæsilegir vinningar í boði sem Félag Sjálfstæðismanna í Grafarvogi hafði aflað frá hinum ýmsu aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum, þá einkum í hverfinu.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Hildur Björnsdóttir, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tóku að sér að stýra bingóinu. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirju, þakkaði Sjálfstæðismönnum í Grafarvogi kærlega fyrir framtakið enda væri full þörf á líknarsjóðnum.

Hér að neðan er að finna myndir frá Ölhúsinu í síðustu viku.