Auka þarf samstarf borgarstjórnar og lögreglu

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi:

Mikl­ar umræður standa nú yfir um aukið of­beldi í Reykja­vík, fjölg­un hnífa­árása og vopna­b­urð meðal ung­menna. Í síðustu viku óskuðu full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins eft­ir því að lög­reglu­stjór­inn í Reykja­vík kæmi sem fyrst á fund borg­ar­ráðs til að ræða fjölg­un of­beld­is­glæpa. Telj­um við að borg­ar­full­trú­ar og lög­regl­an þurfi sam­eig­in­lega að ræða leiðir til að stemma stigu við þess­ari öfugþróun, t.d. með því að efla lög­gæslu og auka sam­starf milli þess­ara aðila.

Vanda­málið er grafal­var­legt en sem bet­ur fer er margt hægt að gera til að tak­ast á við fjölg­un of­beld­is­glæpa. Marg­ar er­lend­ar borg­ir hafa tek­ist á við slíka hluti á síðustu ára­tug­um og brugðist við með mjög ólík­um hætti. Tæki­færi eru til að læra af reynslu margra borga í ná­granna­lönd­um okk­ar, sem náð hafa mikl­um ár­angri á þessu sviði.

Lög­regl­an stend­ur sig vel

Lög­regl­an hef­ur staðið sig vel við erfiðar aðstæður að und­an­förnu en aðferðafræði henn­ar má auðvitað alltaf end­ur­skoða og bæta. Að mínu mati þarf að leggja aukna áherslu á að bregðast við minni hátt­ar lík­ams­árás­um og taka þær til kærumeðferðar í kerf­inu án drátt­ar. Er­lend­ar rann­sókn­ir sýna að það hef­ur mikið for­varn­ar­gildi að taka á slík­um brot­um af festu áður en gerend­urn­ir leiðast út í enn al­var­legra of­beldi. Þá þarf að auka sýni­leika lög­regl­unn­ar al­mennt sem og hver­fa­lög­gæslu.

Þessi mik­il­vægu mál voru meðal ann­ars til umræðu í Bít­inu á Bylgj­unni sl. þriðju­dag og þá ekki síst sam­skipti borg­ar­stjórn­ar við lög­regl­una.

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórn­ar, sagði við það tæki­færi að of­beld­is­varn­ir hefðu verið efld­ar hjá Reykja­vík­ur­borg á kjör­tíma­bil­inu. Stofnað hefði verið nýtt mann­rétt­inda- og of­beld­is­varn­ar­ráð strax eft­ir kosn­ing­ar, þar sem fram færi stöðugt sam­tal milli lög­regl­unn­ar og borg­ar­full­trúa.

Minnk­andi sam­skipti borg­ar­stjórn­ar við lög­reglu

Þessi orð for­set­ans stand­ast því miður ekki. Á kjör­tíma­bil­inu hafa sam­skipti borg­ar­full­trúa og lög­regl­unn­ar snar­minnkað í sam­an­b­urði við fyrra kjör­tíma­bil þegar sér­stök of­beld­is­varn­ar­nefnd fór með sam­skipti við lög­regl­una. Þá sótti lög­reglu­stjóri sjálf­ur nær alla fundi of­beld­is­varn­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili hef­ur lög­reglu­stjóri aldrei komið á fund hins nýja mann­rétt­inda- og of­beld­is­varn­ar­ráðs en full­trúi hans einu sinni sam­kvæmt fund­ar­gerðum þess. Var það í októ­ber eða nokkr­um vik­um fyr­ir hnífa­árás­ina í Banka­stræti 17. nóv­em­ber. Hef­ur ráðið þó haldið sjö fundi á kjör­tíma­bil­inu, hinn síðasta 24. nóv­em­ber. Það var ekki fyrr en í lok októ­ber sem ráðið samþykkti að lög­regl­an fengi fast­an áheyrn­ar­full­trúa í ráðinu og hef­ur sá full­trúi komið einu sinni á fund þess eins og áður sagði.

Það stenst því ekki að í hinu nýja mann­rétt­inda- og of­beld­is­varn­ar­ráði fari fram stöðugt sam­tal milli borg­ar­full­trú­anna og lög­regl­unn­ar. Staðreynd­in er sú að sam­skipti þess­ara aðila hafa minnkað þrátt fyr­ir stór­yrði for­svars­manna vinstri meiri­hlut­ans í borg­ar­stjórn um að þau hafi auk­ist. Eitt­hvað er að verk­stjórn­inni hjá meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar.

Mik­il­vægt er að strax verði horfið frá því sleif­ar­lagi, sem vinstri meiri­hlut­inn hef­ur sýnt af sér í þess­um mál­um það sem af er kjör­tíma­bil­inu. Koma þarf sam­skipt­um milli borg­ar­stjórn­ar og lög­regl­unn­ar í lag að nýju enda er ljóst að auk­in sam­vinna milli þess­ara aðila, ekki síst í for­vörn­um, get­ur skilað marg­vís­leg­um ár­angri við að stemma stigu við of­beld­is­glæp­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. desember 2022.