Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarraðherra, ávarpaði ráðstefnugesti á She Loves Tech ráðstefnunni sem fram fór í Singapúr í gær. Tók Áslaug Arna þátt í svokölluðu Fireside Chat pallborði ásamt Sim Ann, ráðherra uppbyggingar- og innviða í Singapúr og sérstakur utanríkisráðherra, en Virginia Tan, einn stofnenda ráðstefnunnar stýrði samtalinu.
Tilgangur heimsóknarinnar er að styrkja tengsl Íslands og Singapúr og að kynnast aðferðum Singapúr með sérstakri áherslu á háskóla og vísind, nýsköpun og hugverkaðinað, en Singapúr er með fremstu ríkjum heims þegar kemur að uppbyggingu háskóla og nýsköpunarumhverfis á liðnum árum.