Traustur sigur Bjarna Benediktssonar

Bjarni Benediktsson var endurkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á 44. landsfundi flokksins sem lauk nú síðdegis. Bjarni hlaut 1010 atkvæði af 1700 gildum atkvæðum eða 59,4%. Guðlaugur Þór Þórðarson hlaut 687 atkvæði. 12 seðlar voru auðir og ógildir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var endurkjörin varaformaður með 1.224 atkvæðum eða 88% af gildum atkvæðum. 50 atkvæði voru auð og ógild.

Vilhjálmur Árnason er nýr ritari flokksins. Greiða þurfti atkvæði tvisvar í ritarakjöri og hlaut Vilhjálmur 538 atkvæði í seinni umferð eða 58,2%. Bryndís Haraldsdóttir hlaut 386 atkvæði. 13 atkvæði voru auð og ógild. Helgi Áss Grétarsson bauð sig einni fram til ritara.

Landsfundurinn var sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið í sögu Sjálfstæðisflokksins.