Sjálfstæðisfólk velkomið á setningu landsfundar

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins flytur setningarræðu 44. landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll kl. 16:30 á morgun föstudaginn 4. nóvember.

Setningarathöfnin er opin öllu sjálfstæðisfólki. Ræðunni verður einnig streymt beint á facebooksíðu flokksins og hér á heimasíðunni.

Landsfundarfulltrúar eru hvattir til að kynna sér vel dagskrá fundarins hér og fundarsköp fundarins hér.