Þann 3. nóvember nk. ætla sjálfstæðiskonur að koma saman, gera sér glaðan dag og þétta raðirnar. Fyrst á Málstofu LS sem verður haldin á Vox Club á Hilton kl 14:00 – 16:00 og síðan á Landsfundarhófi LS kl 18:00 á sama stað.
LS hófin hafa alltaf verið vel sótt og hægt er að lofa góðri stemningu.
„Við erum mjög spenntar að koma loks saman á ný og eiga skemmtilega kvöldstund yfir dýrinds mat í góðum félagsskap við upphaf landsfundarhelgarinnar,“ segir Nanna Kristín Tryggvadóttir formaður LS.
Boðið verður upp á veislu að hætti meistarakokkanna á Vox. Miðaverð á hófið er 14.900 kr og er skráning hér. Skráning er staðfest þegar búið er að greiða upphæðina inn á reikning LS: Reikningsnúmer: 0334-26-002150 og kt: 571078-0159 og senda staðfestingu á ls@xd.is.
Allar konur hjartanlega velkomnar.