Þriðja stoð fjárhagslegs sjálfstæðis

Óli Björn Kárason formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Ég geri mér grein fyr­ir því að erfitt verður að sam­eina for­ystu verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar, at­vinnu­rek­end­ur og stjórn­mála­menn um að reisa þriðju stoðina und­ir eigna­mynd­un launa­fólks og stuðla þannig að fjár­hags­legu sjálf­stæði þess. Eigna­mynd­un millistétt­ar­inn­ar og þeirra sem lægri laun hafa er byggð á tveim­ur meg­in­stoðum; ann­ars veg­ar á líf­eyr­is­rétt­ind­um og hins veg­ar á verðmæti eig­in hús­næðis. Með skatta­leg­um hvöt­um og auknu frelsi í líf­eyr­is­mál­um er mögu­legt að skjóta þriðju stoðinni und­ir eigna­mynd­un launa­fólks; gera því kleift að byggja upp eigið eigna­safn í formi hluta­bréfa og annarra verðbréfa.

Mér hef­ur verið það lengi ljóst að mörg­um vinstri mann­in­um þyki það lít­il­sigld­ur hugs­un­ar­hátt­ur að láta sig dreyma um að launa­fólk geti tekið virk­an þátt í at­vinnu­líf­inu með því að eign­ast hluti í fyr­ir­tækj­um, litl­um og stór­um. Í stað þess að stuðla að eigna­mynd­un al­menn­ings eru vinstri menn upp­tekn­ir af því smíða flókið þrepa­skipt skatt­kerfi með viðamikl­um milli­færsl­um og til­heyr­andi jaðarskött­um. Marg­ir tor­tryggja at­vinnu­lífið og vilja frem­ur leggja steina í göt­ur fyr­ir­tækja en greiða leið þeirra til upp­bygg­ing­ar og ný­sköp­un­ar með ein­földu reglu­verki og hóf­söm­um skött­um. Á stund­um er engu lík­ara en að vel­gengni í viðskipt­um sé refsi­verð í hug­um vinstri manna sem lengst ganga. Þeir sem aðhyll­ast slíka hug­mynda­fræði, sósí­al­ist­ar og banda­menn þeirra, hafa alla tíð reynt að grafa und­an sér­eign­ar­stefn­unni sem miðar að því að gera sem flest­um kleift að eign­ast eigið hús­næði.

Hug­mynda­fræði eymd­ar og skorts

Í grein sem ég skrifaði í tíma­ritið Þjóðmál vorið 2016 hélt ég því fram að sér­eign­ar­stefn­an og fjár­hags­legt sjálf­stæði ein­stak­ling­anna séu horn­stein­ar borg­ara­legs sam­fé­lags: „Þetta vita sósí­al­ist­ar og þess vegna eru þeir á móti sér­eign­ar­stefn­unni og hafa eng­an skiln­ing á löng­un ein­stak­ling­anna að standa á eig­in fót­um með því að tryggja fjár­hags­legt sjálf­stæði sitt og sinna. Borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar hef­ur haldið því fram að sér­eign­ar­stefn­an sé stór­hættu­leg og að nauðsyn­legt sé að skapa ann­an val­kost. At­lag­an að sér­eign­ar­stefn­unni er hluti af lang­vinn­um átök­um um sam­fé­lags­gerðina, þar sem tak­ast á öfl stjórn­lynd­is og frjáls­lynd­is, sam­eign­arsinna og sér­eign­arsinna. Mark­miðið er að grafa und­an grunn­gild­um sam­fé­lags sem bygg­ist á frjáls­um viðskipt­um og frelsi ein­stak­lings­ins þar sem ríkið er verk­færi borg­ar­anna en ekki þegn­ar rík­is­valds­ins.“

Hægt er að kalla hug­mynda­fræði sem skil­ur ekki mik­il­vægi þess að stuðla að fjár­hags­legu sjálf­stæði ein­stak­linga ýms­um nöfn­um. Hug­mynda­fræði eymd­ar­inn­ar og skorts­ins kem­ur upp í hug­ann. Gegn slíkri hug­mynda­fræði standa þeir sem berj­ast fyr­ir því að gera sem flest­um kleift að verða eigna­fólk og tryggja þeim fjár­hags­legt sjálf­stæði. Fátt trygg­ir bet­ur frelsi ein­stak­lings­ins – val­frelsi hans hvort held­ur er á vinnu­markaði, í hús­næðismál­um eða á öðrum sviðum en fjár­hags­legt sjálf­stæði sem aft­ur er einn af horn­stein­um jafn­rétt­is.

Stjórn­mála­menn sem aðhyll­ast hug­mynda­fræði eigna­stefn­unn­ar telja það skyldu sína að stuðla að fjár­hags­legu ör­yggi ein­stak­linga og fjöl­skyldna. Þeir skilja sam­hengið á milli fjár­hags­legs sjálf­stæðis, lágra skatta og at­vinnu­frels­is.

Byggt und­ir eigna­mynd­un

Í sam­starfi við aðra þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hef ég und­an­far­in ár bar­ist fyr­ir því að inn­leidd­ir verði skatta­leg­ir hvat­ar til að auðvelda launa­fólki að fjár­festa beint í fyr­ir­tækj­um. Við höf­um lagt fram frum­varp um að veita ein­stak­ling­um heim­ild, með ákveðnum tak­mörk­un­um, til að draga frá tekju­skatti kaup á skráðum hluta­bréf­um og hlut­deild­ar­skír­tein­um verðbréfa- og hluta­bréfa­sjóða. Og það er hægt að ganga lengra til að styrkja eigna­mynd­un al­menn­ings; með því að auka frelsi launa­fólks til að ráðstafa sér­eign­ar­sparnaði sín­um til að byggja upp líf­eyri.

Ráðstöf­un sér­eign­ar­sparnaðar til kaupa á fyrstu eign var mik­il­vægt skref í þeim efn­um – skref sem tek­in voru und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Með lög­fest­ingu til­greindr­ar sér­eign­ar opn­ast frek­ari mögu­leik­ar á að veita launa­fólki frelsi til að byggja upp sparnað með beinni þátt­töku í at­vinnu­líf­inu. Heim­ila á ein­stak­ling­um að nýta til­greinda sér­eign til að byggja upp eigið eigna­safn í formi hluta­bréfa og annarra verðbréfa.

Með skatta­afslætti og heim­ild til að ráðstafa til­greindri sér­eign í sjálf­stætt verðbréfa­safn er stuðlað að beinni þátt­töku launa­fólks í at­vinnu­rekstri. Hags­mun­ir þeirra og at­vinnu­lífs eru hnýtt­ir bet­ur sam­an, sem leitt get­ur til auk­ins áhuga á at­vinnu­líf­inu og betri skiln­ings um stöðu hag­kerf­is­ins og þeirra áhrifa sem breyt­ing­ar í rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja, t.d. skatt­breyt­ing­ar eða al­menn launaþróun, kunna að hafa í för með sér. Um leið er rudd leið fyr­ir launa­fólk til að hafa áhrif á störf og stefnu fyr­ir­tækja.

Gegn hug­mynd­um af þessu tagi verður ör­ugg­lega staðið. Stjórn­mála­menn og álits­gjaf­ar sem skipu­lega ala á fjand­skap í garð at­vinnu­lífs­ins hugsa lík­lega til þess með hryll­ingi að launa­fólk taki með bein­um hætti þátt í at­vinnu­líf­inu. En ekki verður öðru trúað en að góður skiln­ing­ur sé á því meðal skyn­samra for­ystu­manna inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar, hve mik­il­vægt það er að reisa þriðju styrku stoðina und­ir fjár­hags­legt sjálf­stæði launa­fólks. Með stuðningi þeirra, at­vinnu­lífs­ins og borg­ara­legra stjórn­mála­flokka get­ur draum­ur­inn orðið að veru­leika, þrátt fyr­ir rót­gróna and­stöðu hags­muna­afla.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 12. október 2022.