Nýr formaður sveitarstjórnarráðs

Glæsilegur hópur sveitarstjórnarmanna Sjálfstæðisflokksins kom saman í Reykjavík í gær og í dag til að sækja fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Að vanda var blásið til móttöku í Valhöll af því tilefni í gærkvöldi. Fullt var út úr dyrum og ríkti mikil gleði. Sveitarstjórnarmenn flokksins kusu nýja stjórn sveitarstjórnarráðs og er Ragnar Sigurðsson úr Fjarðabyggð nýr formaður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins bauð gesti velkomna og Jens Garðar Helgason, fráfarandi formaður sveitarstjórnarráðs ávarpaði samkomuna.

Aðrir í stjórn sveitarstjórnarráðs eru; Hildur Björnsdóttir Reykjavík, Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogi, Margrét Sanders Reykjanesbæ, Hildur Sólveig Sigurðardóttir Vestmannaeyjum, Guðmundur H. Jakobsson Húnabyggð, Baldur Smári Einarsson Bolungarvík, Heimir Örn Árnason Akureyri og Björn Haraldur Hilmarsson Snæfellsbæ.