Lausnir í leikskólamálum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra:

Lít­il frænka mín seg­ir mér oft skemmti­leg­ar sög­ur af sam­skipt­um sín­um við börn og kenn­ara, milli þess sem hún syng­ur há­stöf­um „í leik­skóla er gam­an, þar leika all­ir sam­an“. Þar fær hún að hnoða, leira og lita og líður aug­ljós­lega ein­stak­lega vel, líkt og von­andi öðrum börn­um í leik­skól­um lands­ins.

Í leik­skól­um starfar fjöldi fólks sem legg­ur sig fram á hverj­um degi. Starfið í leik­skóla er gef­andi og skemmti­legt, en get­ur vissu­lega verið erfitt og krefj­andi. Leik­skól­arn­ir eiga mik­il­væg­an mannauð en þar er á sama tíma mik­il mann­ekla. Talið er að það vanti um 1.500 leik­skóla­kenn­ara víða um land. Þá þurf­um við einnig að hækka mennt­un­arstig því Ísland er með eitt lægsta hlut­fall menntaðra leik­skóla­kenn­ara í sam­an­b­urði við önn­ur ríki inn­an OECD.

Það var því ánægju­legt að kynna, ásamt öðrum ráðherr­um í síðustu viku, nýtt fag­há­skóla­stig í leik­skóla­kenn­ara­fræðum, sem verður að veru­leika næsta haust. Þetta er spenn­andi kost­ur, enda mik­il­vægt að við fjölg­um val­mögu­leik­um, bæði með styttra námi og með aukn­um sveigj­an­leika, þar sem hægt er að stunda nám sam­hliða vinnu. Þá skap­ar námið hvata til há­skóla­náms fyr­ir stærri hóp en áður sem ekki hef­ur átt kost á að mennta sig.

Námið er byggt upp þannig að nem­end­ur geti sinnt því sam­hliða starfi sínu á leik­skól­um. Þannig geta nem­end­ur lokið 60 ein­ing­um á tveim­ur árum sem eru að fullu metn­ar ef sótt er um í bakka­lár­nám í leik­skóla­kenn­ara­fræði að fag­há­skóla­námi loknu.

Fag­há­skóla­stig­inu er ætlað að gera starfs­fólki leik­skóla, sem ekki hef­ur lokið stúd­ents­prófi, kleift að sækja styttra nám sam­hliða starfi. Fólki stend­ur til boða að fá stuðning við ástund náms­ins frá starfs­fólki há­skól­anna, fræðslu­stofn­un­um í heima­byggð og viðkom­andi sveit­ar­fé­lagi sem skap­ar svig­rúm til að sækja nám að hluta til á vinnu­tíma.

Fag­há­skóla­nám í leik­skóla­kenn­ara­fræðum opn­ar tæki­færi fyr­ir stór­an hóp fólks til að mennta sig og fyr­ir sveit­ar­fé­lög að bjóða upp á betri þjón­ustu. Þetta er því mik­il­væg viðbót í ís­lenskt mennta­kerfi, ekki aðeins til að fjölga starfs­fólki og hækka mennt­un­arstig held­ur er góð þjón­usta á leik­skóla­stig­inu stórt jafn­rétt­is­mál.

Litla frænka mín var að verða tveggja ára þegar hún loks­ins komst inn á leik­skóla með til­heyr­andi áhrif­um á frænk­ur, frænd­ur, ömm­ur og afa sem hún er svo hepp­in að eiga. En ekki síst aukið álag á for­eldra sem vildu kom­ast fyrr á vinnu­markaðinn aft­ur.

Nú opn­ast mögu­leik­ar fyr­ir starfs­menn leik­skóla til að mennta sig án þess að taka sér frí frá störf­um. Þetta skref leys­ir ekki all­an vand­ann sem sveit­ar­fé­lög standa frammi fyr­ir en er mik­il­væg­ur áfangi í að bjóða upp á styttra nám, fleiri tæki­færi og styrk­ir starf­semi leik­skóla til lengri tíma. 

Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. október 2022.