Ríkisvæðing stjórnmála, endómetríósa og ríkisstarfsmenn

Diljá Mist EInarsdóttir alþingismaður:

Í dag er Alþingi sett, 153. lög­gjaf­arþingið. Með því hefst form­lega ann­ar þing­vet­ur minn sem kjör­inn full­trúi á Alþingi og ég er full til­hlökk­un­ar og bjart­sýni fyr­ir starf­inu sem framund­an er. Sum­arið notaði ég vel til und­ir­bún­ings. Ég átti fjöl­marga góða fundi með ein­stak­ling­um og heim­sótti sam­tök og stofn­an­ir, auk þess sem ég aug­lýsti á ný eft­ir til­lög­um að mál­efn­um til um­fjöll­un­ar á þing­inu. Enda margt sem brenn­ur á lands­mönn­um og við kjörn­ir full­trú­ar eig­um að vera dug­leg­ir að leggja við hlust­ir.

Ég ætla að nýta tím­ann sem ég fæ á Alþingi vel og mun leggja fram nokk­ur mál og fyr­ir­spurn­ir í dag í tengsl­um við þau mál sem ég hef unnið að. Fram­lög hins op­in­bera til stjórn­mála­flokka hafa marg­fald­ast á und­an­förn­um árum og eru nú helsta tekju­lind þeirra. Ég tel þessa rík­i­s­væðingu flokk­anna hafa verið óheilla­spor og mun leggja til að op­in­ber­ir styrk­ir til stjórn­mála­flokka verði lækkaðir í því skyni að auka sjálf­stæði þeirra og óhæði gagn­vart hinu op­in­bera. Samþykkt þess yrði stórt spor í lýðræðisátt.

Í aðdrag­anda hausts­ins vor­um við minnt á það enn og aft­ur hversu mis­jöfn staða barna er milli sveit­ar­fé­laga þegar að leik­skóla­mál­um kem­ur. Sem þingmaður Reyk­vík­inga, þar sem staða barna er hvað verst, vil ég bregðast við ákalli um að þingið taki þessi mál til skoðunar þar sem sveit­ar­fé­lög­in fara út af spor­inu.

Heil­brigðismál­in halda áfram að vera í brenni­depli á þing­inu og ég læt þar ekki mitt eft­ir liggja. Þar má nefna mál­efni þeirra fjöl­mörgu kvenna sem þjást af en­dómetríósu og fá ennþá ekki meðhöndl­un í ís­lensku heil­brigðis­kerfi. Það er mik­il­vægt að gam­aldags hugs­un komi ekki í veg fyr­ir skyn­sam­lega upp­bygg­ingu á heil­brigðis­kerf­inu. Þá er mik­il­vægt að tryggja að við kaf­fær­um ekki at­vinnu­lífið með óhóf­leg­um kröf­um og eft­ir­liti. Við þing­menn­irn­ir þurf­um að veita stjórn­völd­um ríku­legt aðhald í því skyni.

Mál­efni eldra fólks er það ein­staka mál­efni sem fólk leit­ar oft­ast með til mín. End­ur­skoðun trygg­inga­kerf­is og betri þjón­usta og þar með lífs­gæði þessa ald­urs­hóps verður að vera for­gangs­mál á þess­um þing­vetri.

Ásamt hópi Sjálf­stæðismanna, mun ég leggja aft­ur fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um rétt­indi og skyld­ur starfs­manna rík­is­ins í því skyni að auka sveigj­an­leika í op­in­beru starfs­manna­haldi. Það mál snýst ekki bara um hag­kvæmni held­ur líka jafna stöðu á vinnu­markaði. Sömu­leiðis mun ég ásamt fleiri þing­mönn­um leggja aft­ur fram til­lögu um viðhlít­andi þjón­ustu vegna vímu­efna­vand­ans. Það er mik­il­vægt að styðja við viðhorfs­breyt­ingu í sam­fé­lag­inu í þá veru að fíkni­sjúk­dóm­ar eigi að vera meðhöndlaðir inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins.

Of­an­greind mál eru meðal þeirra sem ég mun beina sjón­um að í vet­ur og hvet fólk til þess að halda áfram að leita til mín.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 13. september 2022.