Sveitarstjórnarmenn og þingmenn flokksins funduðu í Valhöll

Sveitarstjórnarmenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins komu saman til fundar í Valhöll laugardaginn 10. september sl. ásamt formönnum landssambanda og starfsfólki flokksins. Alls eru 113 fulltrúar kjörnir í sveitarstjórnir af D-listum um land allt og 17 þingmenn sitja á Alþingi fyrir flokkinn.

Á fundinum fóru fram góðar samræður um málefni sveitarstjórnarstigsins, það sem helst á brennur og um mismunandi reynslu á milli sveitarfélaga. Þá var einnig farið yfir þau mál sem þingmenn og ráðherrar munu setja á oddinn á komandi þingvetri.

Frábær mæting var á fundinn og afar gefandi og góðar samræður milli kjörinna fulltrúa flokksins.