Engin lausatök

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs:

Kópa­vog­ur hef­ur gert vel en ætl­ar ætl­ar sér að gera enn bet­ur í þjón­ustu fyr­ir bæj­ar­búa. For­senda þess að unnt sé að tryggja innviði og veita sveigj­an­lega og framúrsk­ar­andi þjón­ustu er hins veg­ar ábyrg­ur rekst­ur. Því skipt­ir höfuðmáli að standa vörð um traust­an rekst­ur og safna ekki skuld­um.

Meiri­hlut­inn í Kópa­vogi legg­ur áherslu á að greiða niður skuld­ir og að velta þeim ekki yfir á herðar framtíðarkyn­slóða. Þrátt fyr­ir erfitt efna­hags­ástand á fyrri hluta þessa árs voru skuld­ir Kópa­vogs­bæj­ar greidd­ar niður um ríf­lega tvö hundruð millj­ón­ir króna, um­fram verðbæt­ur. Veltu­fé frá rekstri var ríf­lega átta hundruð millj­ón­ir króna, en það er það fjár­magn sem við höf­um til að fjár­festa í innviðum og öðrum framtíðar­verk­efn­um.

Við í Kópa­vogi ætl­um okk­ur á sama tíma að lækka fast­eigna­skatta á íbúa og fyr­ir­tæki til að mæta gríðarlegri hækk­un á fast­eigna­verði.

Víti til varnaðar

Skulda­aukn­ing ár frá ári haml­ar því að þjón­usta við íbú­ana sé bætt og enn frek­ar að dregið sé úr álög­um á þá. Nú þegar sveit­ar­fé­lög­in senda frá sér upp­gjör eitt af öðru er áber­andi hvernig Reykja­vík­ur­borg sker sig sem fyrr úr. Höfuðborg­in hef­ur safnað og lengt í skuld­um þrátt fyr­ir að tekj­ur borg­ar­sjóðs hafi senni­lega aldrei verið meiri.

Árlega hafa hlut­deild­ar­fé­lög borg­ar­inn­ar, hvort sem eru Fé­lags­bú­staðir eða Orku­veita Reykja­vík­ur, komið rekstr­in­um til bjarg­ar. Orku­veita Reykja­vík­ur skil­ar borg­inni að jafnaði millj­örðum króna í arðgreiðslur ár hvert, og í ár er tæpra sautján millj­arða króna upp­færsla á eign­um borg­ar­inn­ar í Fé­lags­bú­stöðum um­fram áætl­un meg­in­skýr­ing­in á því að borg­in er ekki í margra millj­arða króna ta­prekstri.

Slík upp­færsla í bók­hald­inu mun hins veg­ar hvorki nýt­ast til að bæta þjón­ustu borg­ar­inn­ar eða auka fjár­fest­ing­ar­getu henn­ar – nema vilji meiri­hlut­ans í Reykja­vík standi til þess að selja fé­lags­legt hús­næði ofan af skjól­stæðing­um sín­um á markaðsvirði á kjör­tíma­bil­inu.

Ljóst er að borg­in þarf að taka erfiðar ákv­arðanir á næstu árum í rekstri og fjár­fest­ing­um.

Kópa­vog­ur hef­ur um langt skeið verið far­sælt sveit­ar­fé­lag í fremstu röð, vel rekið og tekið skyn­sam­leg­ar ákv­arðanir í fjár­fest­ing­um sín­um. Los­ara­tök í fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga líkt og sést í höfuðborg­inni er slóð sem Kópa­vogs­bú­ar vilja ekki feta. Fjár­hags­staða Kópa­vogs er sterk og þannig verður það áfram und­ir okk­ar stjórn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 8. september 2022.