Þórhallur Harðarson nýr formaður kjördæmisráðs Norðaustur

Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var haldið laugardaginn 3. september í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Á þinginu voru líflegar og fjörugar umræður og voru fundarmenn spenntir fyrir því sem framundan er, ekki síst fyrir landsfundi.

Formaður kjördæmisráðs

Þórhallur Harðarson var kjörinn formaður kjördæmisráðsins og tók við af Kristni Frímanni Árnasyni sem gegnt hefur embættinu með sóma undafarin átta ár. Í ræðu sinni þakkaði Þórhallur fráfarandi formanni vel unnin og óeigingjörn störf og tóku fundarmenn undir með dynjandi lófataki. Þórhallur var gjaldkeri kjördæmisráðs 2014-2021.

Stjórn kjördæmisráðs

Auk formanns voru kjörin í stjórn kjördæmisráðsins þau Almar Marinósson, Þórunn Sif Harðardóttir, Ásgeir Logi Ásgeirsson, Íris Ósk Gísladóttir, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, Harpa Halldórsdóttir, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, Jakob Sigurðsson, Jóhann Gunnar Kristjánsson, Kristinn F. Árnason, Oddný Björk Daníelsdóttir og Ragnar Sigurðsson.Eftirtaldir voru kosnir í varastjórn: Jósavin Arason, Kristján Blær Sigurðsson, Hildur Brynjarsdóttir, Jón Orri Guðjónsson, Fannberg Jensen, ÁsgeirHögnason, Valdemar Karl Kristinsson, Hafþór Hermannsson, María H. Marinósdóttir, Stefán Friðrik Stefánsson, Hjalti Gunnarsson, Þorkell Áskell Jóhannsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Karl Indriðason og Heiðrún Ósk Ólafsdóttir. 

Í varastjórn voru kosin þau Jósavin Arason, Kristján Blær Sigurðsson, Hildur Brynjarsdóttir, Jón Orri Guðjónsson, Fannberg Jensen, ÁsgeirHögnason, Valdemar Karl Kristinsson, Hafþór Hermannsson, María H. Marinósdóttir, Stefán Friðrik Stefánsson, Hjalti Gunnarsson, Þorkell Áskell Jóhannsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Karl Indriðason og Heiðrún Ósk Ólafsdóttir.

Miðstjórn

Í miðstjórn voru kjörin Ásgeir Örn Blöndal, Kristinn Frímann Árnason og Ragnar Sigurðsson og varamenn Þórhallur Jónsson, Harpa Halldórsdóttir og Þórunn Sif Harðardóttir.

Flokksráð

Í flokksráð voru kosin Valdemar K. Kristinsson, Jón Orri Guðjónsson, Ásgeir Högnason, Björn Magnússon, Fannberg Jensen, Gunnar Sverrir Ragnars, Hannes Höskuldsson, Kristján Blær Sigurðsson, María H. Marinósdóttir og Ólafur Jónsson.

Sjáðu myndir frá kjördæmisþinginu hér.