Bjarni Benediktsson óskar Liz Truss til hamingju

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði Liz Truss til hamingju með afgerandi sigur í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins og skipun hennar sem forsætisráðherra.

Bjarni segist hlakka til áframhaldandi farsæls samstarfs og styrkja enn frekar tengsl landanna tveggja. Jafnframt vonast Bjarni til þess að samstarf þeirra komi til með auka samvinnu systurflokkanna, ekki síst um sameiginleg áherslumál þeirra, m.a. um sjálfstæði og frelsi, frjáls viðskipti og samstarfs um öryggis og varnarmál. Málaflokkar sem eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr á þessum krefjandi tímum.

Bjarni óskaði Liz Truss allra heilla í nýju starfi og óskaði Bretlandi velgengni til framtíðar, og að landið nái markmiðum sínum um að efla hagvöxt, velmegun og stöðugleika.