Bjarni

Hagvöxtur 4,4% í fyrra en mun hærri í ár

Hagvöxtur nam 4,4 prósentum á árinu 2021 samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands sem birtar voru í dag. Skv. frétt RÚV hefur hagvöxtur aðeins mælst þrisvar sinnum meiri á síðasta áratug. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að hagkerfið er að koma út úr miklum samdrætti vegna covid. Á fyrri hluta þessa árs var hagvöxtur þó enn meiri eða 6,8 prósent.

Í fyrra jókst einkaneysla um tæp átta prósent og samneyslan um rúm tvö prósent. Fjármunamyndun jókst hins vegar um rúm 12 prósent. Á árinu 2019 nam hagvöxtur 2,4 prósent. Samdráttur árið 2020 nam 6,8 prósentum. Seðlabankinn hefur gefið út spá um 5,9 prósent hagvöxt á þessu ári.