Andrea Sigurðardóttir nýr formaður Hvatar

Andrea Sigurðardóttir var í kvöld kjörin formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík með 60% gildra atkvæða. Elín Jónsdóttir sem einnig var í kjöri til formanns hlaut 40%. Fundinn sóttu 136 félagskonur og einn seðill í formannskjöri var auður.

Aðrar í stjórn eru: Ágústa Guðmundsdóttir, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, Birta Karen Tryggvadóttir, Bryndís Ýr Pétursdóttir, Rakel Lúðvíksdóttir og Hlíf Sturludóttir. Alls gáfu 12 kost á sér í stjórn auk formannsframbjóðendanna tveggja.