Lísbet Sigurðardóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, er gestur í 65. þætti Pólitíkurinnar. Í þættinum ræddi hún um starf SUS og áherslur.

Samband ungra sjálfstæðismanna var stofnað á Þingvöllum árið 1930 og fagnar því 92 ára afmæli á þessu ári. Lísbet var kjörin formaður SUS á síðasta aðalfundi.

Rætt var við hana um sögu SUS og hvernig sambandið hefur í gegnum tíðina barist fyrir minna ríkisbákni og auknu frelsi. Rædd voru stór mál sem SUS hafði áhrif á í frelsisátt. Um áherslur sambandsins í dag og sýn á ríkisstjórnarsamstarfið. Þá var rætt um ástæður þess að ungt fólk eigi að taka þátt í stjórnmálum og um komandi landsfund Sjálfstæðisflokksins í nóvember.

Þáttinn má nálgast hér.