Undir forystu Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar formanns hans hefur verið unnið markvisst að því að innleiða Stafrænt Ísland til einföldunar fyrir fólk í samskiptum við hið opinbera.
Nýjast í þessu er að nú er orðið mun einfaldara að afgreiða húsnæðislán, en þinglýsingar á slíkum lánum taka einungis um nokkrar mínútur eins og kemur fram í frétt á vef Morgunblaðsins – sjá hér.
Landsbankinn hefur nú innleitt rafrænar þinglýsingar við afgreiðslu á húsnæðislánum sínum, fyrstur íslenskra banka, og reynist sú breytingar afar vel. Áður þurftu viðskiptavinir bankanna að fara sjálfir með skuldabréfin í þinglýsingu hjá sýslumanni og biðu í eina til tvær vikur, jafnvel lengur. Síðan þurftu þeir að koma bréfinu aftur til bankans til afgreiðslu. Þetta heyrir nú sögunni til og lánin er nú hægt að afgreiða til útgreiðslu samdægurs hjá Landsbankanum.
Það mál sem hér um ræðir er stór þáttur í því að efla Stafrænt Ísland enn frekar.