Lækkum fasteignaskatta í Reykjavík

Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að fasteignaskattar á atvinnu- og íbúðarhúsnæði lækki um næstu áramót. Tilgangurinn sé að bregðast við gríðarlegri hækkun fasteignamats sem kynnt var nýlega.  Þetta kemur fram í grein Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sem birtist í Morgunblaði dagsins og lesa má hér að neðan. 



Lækkum fasteignaskatta í Reykjavík

Ný­verið var kynnt nýtt fast­eigna­mat fyr­ir árið 2023, sem hækk­ar heild­armat fast­eigna á Íslandi um tæp tutt­ugu pró­sent milli ára. Þetta er um­tals­vert meiri hækk­un en til­kynnt var fyr­ir ári, þegar fast­eigna­mat hækkaði um 7,4% á land­inu öllu.

Hækk­an­ir á fast­eigna­mati leiða óhjá­kvæmi­lega til skatta­hækk­ana á heim­ili og fyr­ir­tæki. Ef álagn­ingar­pró­sent­um verður ekki breytt munu fast­eigna­eig­end­ur nú fyr­ir­sjá­an­lega verða fyr­ir skatta­hækk­un­um sem nema millj­örðum ár­lega, um­fram það sem áður var áætlað. Eina skyn­sam­lega viðbragð sveit­ar­fé­lags við hækk­un­inni er sam­svar­andi lækk­un skatt­pró­sentu – enda kost­ar það borg­ina ekki meira að þjón­usta fast­eigna­eig­end­ur þótt fast­eigna­mat hafi hækkað.

Skatta­hækk­un á heim­il­in

Meðal­fa­st­eigna­mat í Reykja­vík er 53,5 millj­ón­ir en verður með hækk­un­inni 64,7 millj­ón­ir árið 2023, sem er rúm­lega ell­efu millj­óna króna hækk­un. Að jafnaði munu því fast­eigna­skatt­ar á meðal­íbúð í Reykja­vík hækka um rúm­lega 20 þúsund krón­ur ár­lega, ef álagn­ing­ar­hlut­föll­in hald­ast óbreytt. Þetta kem­ur fram í út­reikn­ing­um hag­fræðideild­ar Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar.

Hækk­andi fast­eigna­mat íbúðar­hús­næðis er óhjá­kvæmi­leg af­leiðing hækk­andi hús­næðis­verðs í borg­inni. Lóðaskort­ur und­anliðinna ára og hæg hús­næðis­upp­bygg­ing hafa sann­ar­lega verið meðal megin­á­stæðna þess að fast­eigna­verð hef­ur farið hækk­andi. Það er óviðun­andi að stór­felld­ar hækk­an­ir á hús­næðis­verði skuli sjálf­krafa leiða til sam­svar­andi skatta­hækk­ana. Skatt­greiðend­ur eiga ekki að þurfa að sætta sig við aukna skatt­byrði, án þess að nein­ar þær breyt­ing­ar hafi orðið á hög­um þeirra sem rétt­lætt geta slíka skatta­hækk­un, svo sem frek­ari eigna­kaup eða hækk­andi tekj­ur.

Skatta­hækk­un á at­vinnu­líf

Sam­kvæmt nýbirtu fast­eigna­mati er hækk­un mats at­vinnu­hús­næðis 10,2% á land­inu öllu. Án breyt­inga á álagn­ingar­pró­sent­unni þýðir þetta sam­svar­andi skatta­hækk­un á at­vinnu­líf, án þess að hækk­un­inni fylgi auk­in þjón­usta til fyr­ir­tækj­anna í borg­inni.

Í ný­legu er­indi Fé­lags at­vinnu­rek­enda til sveit­ar­stjórna seg­ir að ef ekki verði gerðar breyt­ing­ar á skatt­pró­sent­unni fyr­ir næsta ár muni tæp­ir þrír millj­arðar bæt­ast við skatt­byrði at­vinnu­lífs­ins ár­lega. Jafn­framt sagði að hækk­un álagðra fast­eigna­skatta frá ár­inu 2014 til árs­ins 2022 myndi nema um 87%. Fyr­ir­tæki þyrftu að leita allra leiða til að velta ekki hækk­un­um út í verðlag, nú þegar jafn­framt eru gríðarleg­ar hækk­an­ir á aðföng­um, verðbólg­an sú hæsta um ára­bil og kjaraviðræður fram und­an. Þriggja millj­arða skatta­hækk­un sveit­ar­fé­lag­anna væri ekki það sem at­vinnu­lífið þyrfti á að halda við þess­ar aðstæður.

Tryggj­um sann­gjarna skatt­heimtu

Á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag mun Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn leggja til lækk­un fast­eigna­skatta á at­vinnu­hús­næði og íbúðar­hús­næði um næstu ára­mót. Með lækk­un­inni verði brugðist við þeirri gríðarlegu hækk­un fast­eigna­mats sem kynnt var á dög­un­um. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stend­ur nefni­lega með fólk­inu í borg­inni þegar krepp­ir að. Við vilj­um draga úr álög­um á fólk og fyr­ir­tæki – og tryggja sann­gjarna skatt­heimtu í Reykja­vík.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21. júní 2022.