Ný fjarskiptalög samþykkt.

Á lokadögum þings voru samþykkt lög sem stuðla að virkri samkeppni, hagkvæmum fjárfestingum, útbreiðslu háhraðaneta, ljósleiðara og tryggja aðgengi notenda að fjarskiptaþjónustu á viðráðanlegu verði og fullnægjandi gæðum. Þetta á við um allt land – með mikilvægum samkeppnishvötum, samnýtingu og samstarfi, sem er þjóðhagslega mikilvægt fyrir Ísland.

Samstarf fyrirtækja á fjarskiptamarkaði og Neyðarlínunnar mun eflast sem stuðlar að úrbætum á farsímasambandi á fáförnum og afskekktum stöðum á þjóðvegum. Neytendavernd, netöryggi og þjóðaröryggi verða betur tryggð. Auk þess sem lögin munu stuðla að framsæknum fjarskiptamarkaði og mjög tímabærum breytingum sem ýta undir uppbyggingu háhraðaneta sem er forsenda fyrir því að Ísland geti verið land tækifæranna, byggt á hugviti og upplýsingatækni.

Sjá nánar: