Bjarni

Aukin tollfríðindi til stuðnings Úkraínumönnum

Alþingi samþykkti í gær niðurfellingu tolla af vörum sem upprunnar eru í Úkraínu, en með þessu er kveðið á um bætt tollfríðindi til handa Úkraínu umfram það sem kveðið er á um í fríverslunarsamningi EFTA-ríkjanna og Úkraínu.

Ein afleiðing innrásar Rússa í Úkarínu er að lokast hefur fyrir útflutning frá Úkraínu um hafnir landsins við Svartahaf og því hafa úkraínsk stjórnvöld leitað leiða til að auka útflutning yfir þau landamæri ríkisins sem liggja að ríkjum í Evrópu. Með niðurfellingu Íslands á tollum af vörum sem upprunnar eru í Úkraínu sýnir Ísland stuðning sinn við Úkraínu í verki og fetar í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands sem hafa gripið til áþekkra aðgerða.

Hér er að finna nánari upplýsingar um málið.