Í hvaða átt heldur EES-samstarfið?

Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður:

Sam­eigin­leg þing­manna­nefnd EES (Evrópska efna­hags­svæðisins) fundaði með full­trúum frá Evrópu­sam­bandinu í Osló í liðinni viku. Al­þingi á fimm full­trúa í nefndinni. Fundinum var stýrt sam­eigin­lega af full­trúa Ís­lands fyrir hönd EFTA og full­trúa Evrópu­þingsins. Á fundinum fóru nefndar­menn frá Ís­landi, Liechten­stein, Noregi og full­trúar ESB og Sviss, yfir það sem hæst hefur borið í EES-sam­starfinu að undan­förnu og það sem fram undan er.

Stríðið í Úkraínu var fundar­mönnum auð­vitað ofar­lega í huga og við ræddum náið sam­starf Evrópu­þjóða undan­farna mánuði. Mikil sam­staða hefur ríkt um að­gerðir og skyldu Evrópu­þjóða í þessum efnum, ekki síst eftir að stefnu­breyting varð hjá for­ystu­mönnum í ESB varðandi náin við­skipta- og hags­muna­tengsl þeirra við rúss­nesk stjórn­völd.

Á fundinum var sam­hliða rætt um um­hverfis- og orku­mál, enda ó­um­deilt að þetta eru tvær hliðar á sama peningnum. Ná­granna- og vina­þjóðir okkar hafa áttað sig á mikil­vægi orku­skipta fyrir lofts­lags­málin og það var á­huga­vert að fá kynningu á orku­fram­leiðslu og öðrum lofts­lags­tengdum verk­efnum sem norsk fyrir­tæki hafa ráðist í.

Stöðug þróun EES-sam­starfsins er for­senda þess að geta brugðist við á­skorunum sem fylgja sí­breyti­legum heimi. Sam­starf Evrópu­þjóða stendur frammi fyrir mörgum úr­lausnar­efnum og jafn­framt tæki­færum. Það er því mikil­vægt að eiga reglu­lega um­ræður um stöðu EES-sam­starfsins og svo auð­vitað um fram­tíðina og í hvaða átt við viljum halda.

Á­vinningur Ís­lands af aðildinni að EES-sam­starfinu er ó­um­deildur og samningurinn er okkar mikil­vægasti við­skipta­samningur. Það er hins vegar af­skap­lega mikil­vægt að halda uppi öflugri hags­muna­gæslu innan sam­starfsins líkt og Sjálf­stæðis­menn hafa lagt á­herslu á í utan­ríkis­ráðu­neytinu. Það mun enda enginn gera það fyrir okkur. Með sam­starfinu er hægt að auka sam­vinnu við aðildar­ríki ESB enn frekar til hags­bóta fyrir Ís­land, meðal annars fyrir rann­sókna- og vísinda­sam­fé­lagið og ís­lenskt at­vinnu­líf. Það er því á­nægju­legt að fá að koma að öflugri hags­muna­gæslu innan EES sem þing­maður fyrir Ís­lands hönd. Hér áður hefur komið fyrir að Ís­landi hafi láðst að gæta hags­muna sinna. Slíkt sinnu­leysi getur verið dýr­keypt.

Greinin birtist í Fréttablaðinu 26. maí 2022