Tiltekt í Reykjavík eða meira af því sama

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson

Kjör­dag­ur er runn­inn upp. Borg­ar­bú­um gefst í dag kost­ur á að velja sér hvernig Reykja­vík það vill byggja næstu ár.

Við sem búum og störf­um í Reykja­vík vit­um að það er fyr­ir marg­ar sak­ir gott að búa í borg­inni. Greitt aðgengi að nátt­úruperl­um inn­an borg­ar­mark­anna eru for­rétt­indi sem við Reyk­vík­ing­ar njót­um um­fram flest­ar aðrar borg­ir í heim­in­um.

Borg­in okk­ar stend­ur hins veg­ar á kross­göt­um. Lausa­tök í sjálf­sögðu viðhaldi og þjón­ustu á veg­um borg­ar­inn­ar hafa verið viðvar­andi of lengi. Greiða þarf úr fjár­málaflækju borg­ar­inn­ar, sam­göngu­vand­an­um sem er öll­um ljós og úti­lok­un­ar­stefnu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í hús­næðismál­um. Það þarf að hlúa að börn­un­um og veita þeim sjálfsagt tæki­færi til að stunda nám og frí­stund­ir. Reykja­vík á að vera í for­ystu í loft­lags­mál­um. Hætta að ganga á okk­ar dýr­mætu úti­vist­ar­svæði, og sýna í verki for­ystu í orku­skipt­um.

Það þarf að koma borg­inni í stand og inn í nú­tím­ann. Þegar höfuðborg­in er ekki í for­ystu flyt­ur fólk ein­fald­lega til annarra sveit­ar­fé­laga þar sem lífs­gæði mæl­ast betri.

Þessu get­um við öllu breytt í dag. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í Reykja­vík boðar borg sem virk­ar. Fjöl­breytt­ur hóp­ur fram­bjóðanda vill leysa úr um­ferðar­vand­an­um, greiða götu einkafram­taks­ins, taka rekst­ur borg­ar­inn­ar föst­um tök­um, lækka skatta og álög­ur, varðveita græn svæði og leysa úr bráðavanda leik­skól­anna. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn boðar loks­ins Sunda­braut og hreinni Reykja­vík sem er haldið við.

At­kvæði greitt Sjálf­stæðis­flokkn­um er at­kvæði með breyt­ing­um í þessa átt. At­kvæði til annarra flokka er at­kvæði með fram­leng­ingu sitj­andi vald­hafa í ráðhús­inu.

Breyt­um til í borg­inni okk­ar. Kjós­um Sjálf­stæðis­flokk­inn og stönd­um með Reykja­vík.

Morgunblaðið, 14. maí. 2022.