100 loforð um betri framtíð

Ásdísi Kristjánsdóttir oddviti í Kópavogi.

100 lof­orð, sem öll eru til þess fall­in að bæta og ein­falda líf okk­ar og gera Kópa­vogs­bæ enn betri. Það er það sem við, sem leiðum Sjálf­stæðis­flokk­inn í Kópa­vogi, lögðum upp með í aðdrag­anda þeirra kosn­inga sem fram fara í dag. Af viðbrögðum kjós­enda er ljóst að það er vissu­lega gott að búa í Kópa­vogi en um leið er al­menn­ur vilji til að gera enn bet­ur í okk­ar góða bæ.

Kópa­vog­ur er í for­ystu­hlut­verki sveit­ar­fé­laga á Íslandi. Ólíkt höfuðborg­inni er bær­inn vel rek­inn, vel skipu­lagður og vel und­ir­bú­inn til að tak­ast á við framtíðina. Og það er ein­mitt þangað sem við stefn­um, því framtíðin fel­ur hvort í senn í sér nýj­ar áskor­an­ir og ný tæki­færi. Til að Kópa­vog­ur geti áfram verið í for­ystu­hlut­verki meg­um við ekki sofna á verðinum, sýna kæru­leysi í rekstri bæj­ar­ins eða draga úr þjón­ustu við íbúa á öll­um aldri. Þess vegna leggj­um við fyr­ir kjós­end­ur 100 lof­orð sem ná utan um rekst­ur bæj­ar­ins, skóla- og leik­skóla­mál, skipu­lags­mál og sam­göng­ur, um­hverf­is­mál og græn­ar lausn­ir, þjón­ustu við eldri íbúa, heilsu­efl­ingu, geðheil­brigðismál, þjón­ustu, sta­f­ræna framþróun, list­ir og menn­ingu, íþrótta- og tóm­stund­astarf og þannig mætti áfram telja.

Hér er um að ræða raun­hæf lof­orð, en ekki flug­elda­sýn­ingu sem aðeins dug­ir fram að kosn­ing­um en ekki eft­ir þær. Tæp­lega 90% íbúa í Kópa­vogi eru ánægð með sveit­ar­fé­lagið sem stað til að búa á en eins og ég hef ít­rekað sagt í kosn­inga­bar­átt­unni verðum við að vera vel vak­andi fyr­ir framtíðinni, nýj­um lausn­um, nýrri þróun og nýj­um tæki­fær­um til að tryggja að fólk á öll­um aldri sjái hag sinn í því að búa í Kópa­vogi.

Hátíðleg stund

Framtíðin er í Kópa­vogi, var og er það slag­orð sem við lögðum jafn­framt upp með. Það slag­orð er þó ekki úr lausu lofti gripið, því framtíðin kem­ur og fer áður en við vit­um af. Henni fylgja nýj­ar áskor­an­ir og það er und­ir okk­ur komið hvernig við tök­umst á við þær. Við get­um horft yfir alla þá mála­flokka sem snúa að rekstri, þjón­ustu og skipu­lagi bæj­ar­ins og séð fyr­ir okk­ur verk­efn­in sem eru fram und­an – en mik­il­væg­ast er að leysa þau þannig að íbú­ar bæj­ar­ins á öll­um aldri njóti góðs af þeim lausn­um. Af þeirri ástæðu þurf­um við að vera fram­sæk­in en um leið ábyrg. Við rek­umst sí­fellt á að þær lausn­ir sem virkuðu einu sinni gera það ekki leng­ur. Þess vegna þurf­um við að koma fram með nýj­ar og fersk­ar hug­mynd­ir.

For­senda þess að tryggja for­ystu­hlut­verk Kópa­vogs, fram­sækni, góða þjón­ustu, nýj­ar lausn­ir og ábyrg­an rekst­ur er að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi umboð til að fylgja þeim mál­um eft­ir. Það er alltaf hátíðleg stund að ganga að kjör­borðinu og fela at­kvæði sitt þeim flokk­um og ein­stak­ling­um sem við treyst­um best til þess að bæta hag okk­ar og framtíðarkyn­slóða. Í dag fáum við tæki­færi til þess og kjós­end­ur í Kópa­vogi geta tryggt að framtíð bæj­ar­ins sé í góðum hönd­um und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Morgunblaðið, 14. maí, 2022.