100 loforð

Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi:

Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar eru að mörgu leyti ólík­ar alþing­is­kosn­ing­um. Það á sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar; mál­efni sveit­ar­fé­lags­ins snerta okk­ur með bein­um hætti nær dag­lega. Þar fara börn­in okk­ar í leik­skóla og skóla, þar skipt­ir máli hvort versl­an­ir og þjón­ustu­fyr­ir­tæki séu til staðar og hvar þau eru staðsett, íþrótta­fé­lög­in standa okk­ur nærri, menn­ing­in hef­ur áhrif á okk­ur, við sækj­um úti­vist­ar­svæðin, það skipt­ir máli hvort og hvenær göt­ur eru rudd­ar eða sópaðar og þannig mætti lengi telja.

Kjörn­ir full­trú­ar í sveit­ar­fé­lög­um þurfa að sinna verk­efn­um sín­um af heil­um hug og með hags­muni íbúa á öll­um aldri að leiðarljósi um leið og þess er gætt að sveit­ar­fé­lög­in séu rek­in með ábyrg­um hætti. Við höf­um orðið þeirr­ar gæfu aðnjót­andi að búa í góðu sveit­ar­fé­lagi í Kópa­vogi, þar sem mik­il upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað og sam­hliða því hugað að frek­ari fram­förum og aukn­um lífs­gæðum fyr­ir íbúa. Við sem veit­um Sjálf­stæðis­flokkn­um í Kópa­vogi for­ystu ætl­um þó ekki að láta staðar numið, því það er mik­il­vægt að gera bet­ur í dag en í gær og halda áfram að sækja fram.

Við höf­um nú í aðdrag­anda kosn­inga birt lista yfir 100 lof­orð sem við leggj­um í dóm kjós­enda. Lof­orðin eru ábyrg og raun­hæf, en for­senda þeirra er þó að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi umboð til að fylgja þeim eft­ir og að sveit­ar­fé­lagið verði áfram rekið með ábyrg­um hætti þannig að Kópa­vogs­bær hafi burði til að auka enn við lífs­gæði íbúa á öll­um aldrei og veita framúrsk­ar­andi þjón­ustu.

Listi lof­orðanna verður áfram op­in­ber eft­ir kosn­ing­ar þannig að kjós­end­ur geti fylgst með fram­gangi verk­efna á kjör­tíma­bil­inu. Á hon­um er fjallað um skóla­mál og betri mennt­un, betri rekst­ur, betra skipu­lag fyr­ir hverf­in okk­ar, sam­göngu­mál, um­hverf­is- og lofts­lags­mál, fram­far­ir í tækni og auk­inni þjón­ustu, list­ir og menn­ingu, at­vinnu­mál og fleira.

Lof­orðin eiga það eitt sam­eig­in­legt að þau eru til þess fall­in að auka lífs­gæði fólks á öll­um aldri í Kópa­vogi. Eðli­lega velta mörg því fyr­ir sér hvort eitt­hvað sé að marka öll þau kosn­ingalof­orð sem stjórn­mála­menn setja fram í aðdrag­anda kosn­inga. Það eru eðli­leg­ar vanga­velt­ur, enda er eng­inn skort­ur á lof­orðum sem sett eru fram þótt þau séu mis­jafn­lega raun­hæf. Okk­ar lof­orð eru raun­hæf, vel ígrunduð og við ætl­um að standa við þau. Kjós­end­ur geta fylgst með allt kjör­tíma­bilið og haldið okk­ur þannig við efnið. Við ætl­um að tryggja að framtíðin verði í Kópa­vogi.

Nánari upplýsingar um loforðin má finna hér.

Greinin birtist fyrst í morgunblaðinu, 7. maí 2022.