Kristinn Karl nýr formaður Verkalýðsráðs
'}}

Aðalfundur Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins var haldinn í Valhöll fimmtudaginn 31. mars sl. Kristinn Karl Brynjarsson var kjörinn formaður Verkalýðsráðs, Stefán Friðrik Stefánsson 1. varaformaður og Heiðrún Hauksdóttir 2. varaformaður. Auk formanns og varaformanna voru 21 aðrir stjórnarmenn kjörnir í stjórn ráðsins á fundinum.

Á fundinum voru samþykktar tvær lagabreytingar – annars vegar á 6. grein um að aðalfund ráðsins skuli boða með tveggja vikna fyrirvara í stað fjögurra áður, og hinsvegar á 18. grein um lagabreytingatillögur skuli hafa borist stjórn viku fyrir aðalfund í stað tveggja vikna áður.

Stjórn ráðsins stefnir að öflugu félagsstarfi með haustinu, að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor.