Jósef Kjartansson er oddvti D-lista Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Grundarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Fullskipaður listi var staðfestur á félagsfundi sl. fimmtudagskvöld.

Í öðru sæti er Ágústa Einarsdóttir. Í þriðja sæti er Bjarni Sigurbjörnsson og í fjórða sæti er Sigurður Gísli Guðjónsson.

Listinn í heild sinni:

  1. sæti Jósef Kjartansson, verktaki
  2. sæti Ágústa Einarsdóttir, framkvæmdastjóri, einka- og markþjálfi
  3. sæti Bjarni Sigurbjörnsson, bóndi
  4. sæti Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri
  5. sæti Davíð Magnússon, framkvæmdastjóri
  6. sæti Marta Magnúsdóttir, athafnakona
  7. sæti Patrycja Aleksandra Gawor, starfsmaður hjá G.Run og nemi
  8. sæti Unnur Þóra Sigurðardóttir, bókari
  9. sæti Arnar Kristjánsson, skipstjóri
  10. sæti Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri
  11. sæti Heimir Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri
  12. sæti Sunneva Gissurardóttir, húsmóðir
  13. sæti Ásgeir Valdimarsson, pípulagningameistari
  14. sæti Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri