Öflugar starfsstöðvar sýslumanns í heimabyggð

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra:

Gagn­gerri end­ur­skoðun á skipu­lagi sýslu­mann­sembætta hef­ur verið hleypt af stokk­un­um. Mark­miðið er að efla nú­ver­andi starf­semi þannig að unnt verði að veita framúrsk­ar­andi þjón­ustu rík­is­ins hvar og hvenær sem er, óháð staðsetn­ingu þjón­ustuþega eða starfs­stöðvar­inn­ar. Í dag eru sýslu­mann­sembætt­in níu með jafn mörg­um sýslu­mönn­um, starfs­stöðvar eru 24 um allt land og starfs­fólk um 250. Hug­mynd­ir um end­ur­skoðun byggja meðal ann­ars á ít­ar­leg­um grein­ing­um og út­tekt­um ým­issa aðila sem sett­ar voru fram í skýrslu dóms­málaráðuneyt­is­ins í mars 2021 en þar var sett fram framtíðar­sýn fyr­ir starf­semi sýslu­manna. Með fyr­ir­huguðum breyt­ing­um verður til eitt sýslu­mann­sembætti án þeirra tak­mark­ana sem fylgja nú­ver­andi um­dæm­is­mörk­um. Starfs­stöðvar verða áfram staðsett­ar um land allt, þar sem fjöl­breytt og öfl­ug þjón­usta verður í boði fyr­ir heima­menn og lands­menn alla.

Í þeirri vinnu sem haf­in er í ráðuneyt­inu, með fulltingi sýslu­mannaráðs og starfs­fólks embætt­anna er ekki verið að leggja niður störf á lands­byggðinni. Þvert á móti. Áhersla er lögð á að nýta þann mikla og öfl­uga mannauð sem embætt­in búa yfir og þær starfstöðvar sem þegar eru fyr­ir hendi á veg­um hins op­in­bera um allt land. Ekki er því stefnt að því að fækka starfs­stöðvum eða starfs­fólki, held­ur efla starfs­stöðvar um land allt með nýj­um verk­efn­um, þannig að úr verði öfl­ug­ar þjón­ustumiðstöðvar í héraði. Sýslu­menn, í sam­starfi við Sta­f­rænt Ísland, hafa náð góðum ár­angri í inn­leiðingu á sta­f­rænni þjón­ustu og nú­tíma­leg­um stjórn­sýslu­hátt­um og er þeirri veg­ferð hvergi lokið. Breytt­ar sam­fé­lags­leg­ar aðstæður og tækninýj­ung­ar kalla óhjá­kvæmi­lega á end­ur­skoðun um­dæm­is­marka og upp­bygg­ingu embætt­anna.

Með niður­fell­ingu um­dæm­is­marka og áherslu á sta­f­ræna þjón­ustu mynd­ast svig­rúm til að skapa spenn­andi starfs­um­hverfi, enda bjóða breytt­ar aðstæður upp á aukna sam­vinnu, sér­hæf­ingu og þróun í starfi. Mun sú staða án efa bæta þjón­ust­una við al­menn­ing, enda munu ferðir á milli lands­hluta, til þess eins að af­henda papp­ír eða sækja þjón­ustu í réttu um­dæmi, heyra sög­unni til. Áhersl­an í þeirri veg­ferð sem nú er haf­in er skýr, en það er að gera þjón­ust­una við al­menn­ing vandaðri, sam­ræmd­ari og skil­virk­ari.

Leitað verður eft­ir sam­starfi við sveit­ar­fé­lög um að sinna t.a.m. bæði mót­töku og af­hend­ingu á gögn­um frá sýslu­manni, þannig að fólk þurfi ekki að fara um lang­an veg. Á þrem­ur stöðum á land­inu eru starfs­stöðvar sýslu­manna nú þegar rekn­ar í sam­starfi við viðkom­andi sveit­ar­fé­lag og þannig sam­starf rík­is og sveit­ar­fé­lags gæti hentað víðar.

Ég hef þegar kynnt áformin fyr­ir sýslu­mönn­um og starfs­fólki þeirra og áætla að heim­sækja öll sýslu­mann­sembætt­in á vor­mánuðum sam­hliða því að ræða málið nán­ar við sveit­ar­stjórn­ir. Fyr­ir­hugað er að ljúka al­mennu sam­ráði og und­ir­bún­ings­vinnu fyr­ir næsta haustþing og leggja þá fram frum­varp um breytta hög­un sýslu­mann­sembætta lands­ins. Verði frum­varpið að lög­um verður árið 2023 nýtt til að und­ir­búa breytta hög­un og áætlað er að nýtt skipu­lag taki gildi í janú­ar 2024.

Sta­f­ræn veg­ferð er verk­efni sem blas­ir við ríki og sveit­ar­fé­lög­um og er án efa eitt stærsta og mest spenn­andi byggðamál sam­tím­ans. Nú reyn­ir á íbúa og sveit­ar­stjórn­ir um land allt, að sjá og hag­nýta öll tæki­fær­in sem fel­ast í þeim óumflýj­an­legu breyt­ing­um sem eru að verða á sam­fé­lag­inu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. mars 2022.