Rúmlega 64% kjörsókn var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg sem fram fór í dag. Kjörstöðum lokaði kl. 18:00 en þá höfðu ríflega 1.430 manns kosið.
Alls tóku 18 frambjóðendur þátt í prófkjörinu en kosið var um efstu 7 sætin.
Fyrstu tölur eru væntanlegar í kvöld kl. 21:00 og verður þeim streymt beint á facebook-síðu D-listans í Árborg – sjá hér.