Prófkjör í Reykjavík um helgina

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram dagana 18. og 19. mars næstkomandi. Kosið er á fimm stöðum í borginni báða daga. Kjósendur geta mætt í hvaða kjördeild sem er og kosið óháð því hvar í Reykjavík fólk býr. Hafa þarf skilríki meðferðis til að geta kosið.

Hægt er að finna upplýsingar um frambjóðendur hér.

Kjörstaðir og opnunartími

Kjörstaðir verða opnir sem hér segir:

  • Föstudaginn 18. mars frá kl. 11:00 til 18:00
  • Laugardaginn 19. mars frá kl. 09:00 til 18:00

Kjörstaðir í prófkjörinu í Reykjavík verða eftirfarandi:

  • Valhöll, Háaleitisbraut 1
  • Árbær, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins, Hraunbæ 102
  • Grafarvogur, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins, Hverafold 1-3
  • Breiðholt, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins, Álfabakka 14a (Mjódd)
  • Vesturbær, Fiskislóð 10

Hægt er að sjá sýnishorn af kjörseðli hér.

Minnt er á að fólk noti blýant til að kjósa og nauðsynlegt er að kjósa 9 frambjóðendur í töluröð frá 1 – 9. Hvorki má kjósa fleiri né færri og ekki má strika yfir nöfn frambjóðenda á kjörseðli þá er atkvæðaseðillinn ógildur.