Áslaug Arna ein af fimm ungum stjórnmálamönnum ársins

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, vísinda-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, hefur verið valin ein af fimm ungum stjórnmálamönnum ársins af sam­tökunum One Young World.

Áslaug Arna var í hópi 15 ungra stjórnmálamanna sem tilnefnd var til verðlauna – en af þeim voru fimm valdir.

„Það er hvatning og skemmti­leg viður­kenning að vera ein af sigur­vegurum One Young World sem hvetur ungt fólk til dáða á ýmsum sviðum,“ segir Ás­laug Arna.

Veitt eru verðlaun til ungs stjórnmálafólks sem skarað hefur framúr á aldrinum 18-35 ára. Fólks sem notar þátttöku sína í stjórnmálum til að hafa jákvæð áhrif á annað ungt fólk í samfélaginu og hvetur annað ungt fólk til þátttöku í stjórnmálum.

Stjórnmálaferill Áslaugar Örnu er rakinn í umsögn samtakanna, en hún var 24 ára gömul þegar hún var kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins og skipuð dómsmálaráðherra árið 2019, þá sú yngsta sem hafði gegnt því embætti á heimsvísu.

Hægt er að lesa nánar um verðlaunin hér.