Ásdís Kristjánsdóttir er nýr oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi þegar úrslit hafa verið birt úr prófkjöri flokksins. Hlaut Ásdís 1881 atkvæði í fyrsta sæti.

Alls tóku 2521 þátt í prófkjörinu. Auðir seðlar 2 og ógildir voru 69.

 

 

 

Röð 6 efstu sæta eftir lokaniðurstöður eru svohljóðandi:

  1. sæti: Ásdís Kristjánsdóttir með 1881 atkvæði.
  2. sæti: Hjördís Ýr Johnson með 739 atkvæði í 1.-2. sæti.
  3. sæti: Andri Steinn Hilmarsson með 790 atkvæði í 1.-3. sæti.
  4. sæti: Hannes Steindórsson með 980 atkvæði í 1.-4. sæti.
  5. sæti: Elísabet Berglind Sveinsdóttir með 1059 atkvæði í 1.-5. sæti.
  6. sæti: Hanna Carla Jóhannsdóttir með 1247 atkvæði í 1.-6. sæti.

Frekari sundurliðun á atkvæðum er hægt að nálgast hér.