Verkefni Íslands aukast vegna versnandi staða öryggismála

„Versnandi staða öryggismála hefur haft í för með sér aukin verkefni bandalagsríkja á Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum, og aukið umfang starfseminnar á öryggissvæðinu í Keflavík. Eins og sést hefur glöggt að undanförnu skipar Íslands sér dyggilega í hóp með lýðræðisríkjum sem fylkja sér virðingu fyrir mannréttindum, lýðræði, jafnrétti og frelsi,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þar kynnti hún sína fyrir fyrstu skýrslu sem utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál.

„Á vettvangi alþjóðlegra stofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) og Evrópuráðið tala íslensk stjórnvöld skýrt fyrir þessum gildum,“ sagði ráðherra jafnframt.

Það er ekki einungis stríðsrekstur Rússa í Úkraínu sem veldur ráðherra áhyggjum því enn er heimsfaraldrinum ekki lokið. „Truflanir á efnahagsstarfsemi í tengslum við faraldurinn hafa stuðlað að aukinni neyð, einkum í fátækari löndum. Eftir að heimsfaraldurinn skall á fjölgaði sárafátækum í fyrsta skipti í tvo áratugi. Nemur fjölgunin ríflega hundrað milljónum. Þá hefur víða orðið mikil röskun á skólagöngu barna, bólusetningar vegna alvarlegra smitsjúkdóma hafa komist í uppnám og bakslag orðið á sviði jafnréttis- og mannréttindamála,“ sagði Þórdís Kolbrún.

Ráðherra ræddi einnig um þróunarsamvinnu, sem eina af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu, en þar eru heimsmarkmið Sameinuðu leiðarljós nú sem fyrr.

Fjallað er nánar um ræðu utanríkisráðherra og skýrsluna á vef Stjórnarráðsins.