Hvernig ber að leysa húsnæðis- og umferðvandann í Reykjavík, sem hefur verið í brennidepli að undanförnu? Fjármálin, sem hafa verið í algjörum ólestri en skuldir borgarinnar hafa vaxið um eitt hundrað milljarða á kjörtímabilinu og eru nú komnar yfir 400 milljarða? Og hvernig ber að leysa leik- og grunnskólavandann, sem snertir allt fjölskyldufólk í borginni, bæði hvað varðar viðhalds- og mönnunarmál en foreldrar í borginni eru orðnir langþreyttir og bíða lausna?
Þessar spurningar ásamt fjölmörgum öðrum brenna á borgarbúum en frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins munu kynna sína sýn á borgarmálin á opnum fundi í Valhöll dag, 10. mars., kl. 17:00. Fundinum verður jafnframt streymt í gegnum miðla flokksins og mbl.is.
Fyrirkomulag fundarins verður með þeim hætti að hver og einn frambjóðandi heldur stutta framsögu og kynnir sínar áherslur.
Að þessu sinni gefa 26 frambjóðendur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en vegna fjölda framboða verður ekki unnt að taka við fyrirspurnum á fundinum. Þess í staða verður sjálfstæðisfólki í Reykjavík gert kleift að senda inn skriflegar fyrirspurnir á netfangið reykjavik22@xd.is fyrir hádegi á föstudag, 11. mars. Eftir það tekur framkvæmdastjórn Varðar spurningarnar saman, samræmir og óskar eftir svörum frá öllum frambjóðendum. Er það gert í þeirri viðleitni að tryggja að allir frambjóðendur fái sömu fyrirspurnir en svör frambjóðenda verða í kjölfarið birt á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins.
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, mun stýra fundinum.
Nánari upplýsingar um frambjóðendur má finna hér.