Flóttafólki frá Úkraínu auðveldað að leita verndar hér á landi

„Ég hef tekið ákvörðun um það að virkja samhliða 44. grein útlendingalaga sem tekur til sameiginlegrar verndar fyrir fjöldaflóttafólk. Það mun gera alla framkvæmd hjá okkur skilvirkari,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu RÚV í gær en með ákvörðun hans er flóttafólki frá Úkraínu sem flýr undan stríðsrekstri Rússa þar í landi auðveldað að koma til Íslands.

Fólkið fær vernd hér á landi án þess að fara í gegnum hefðbundið kerfi.

„Þetta er í fyrsta skipti sem þessu lagaákvæði er beitt á Íslandi. Það eru ákveðin tímamót í því. Landamærin hafa verið opin fyrir þetta fólk og það eru nokkrir sem þegar eru komnir til landsins. En þetta mun einfalda alla vinnu í kringum þetta og gera þetta skilvirkara,“ sagði Jón.

Sjá nánar í frétt RÚV um málið hér.