Fyrstu tölur úr prófkjöri í Reykjanesbæ

Margrét Ólöf A Sanders stendur efst í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ þegar 500 atkvæði hafa verið talin. Í öðru sæti er Guðbergur Reynisson og í þriðja sæti er Helga Jóhanna Oddsdóttir. Enn eru um 850 atkvæði ótalin.

Efstu 8 sæti eftir fyrstu 500 atkvæðin eru eftirfarandi:

  1. sæti Margrét Ólöf A Sanders með 408 atkvæði.
  2. sæti Guðbergur Reynisson með 325 atkvæði í 1. – 2. sæti
  3. sæti Helga Jóhanna Oddsdóttir með 173 aktvæði í 1. – 3. sæti
  4. sæti Alexander Ragnarsson með 186 atkvæði í 1. – 4. sæti
  5. sæti Birgitta Rún Birgisdóttir með 231 atkvæði í 1. – 5. sæti
  6. sæti Gígja Sigríður Guðjónsdóttir með 264 atkvæði í 1. – 6. sæti.
  7. sæti Eyjólfur Gíslason með 251 atkvæði í 1. – 6. sæti
  8. sæti Anna Sigríður Jóhannesdóttir með 241 atkvæði í 1. – 6. sæti