Bjarni fundaði með formönnum systurflokka á Norðurlöndum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, tók í morgun þátt í fundi með formönnum systurflokka á Norðurlöndum m.a. um málefni Úkraínu. Aðrir formenn á fundinum voru Søren Pape, formaður Konservative folkeparti í Danmörku, Petteri Orpu, formaður Kokoomus í Finnlandi, Ernu Solberg, formaður Høyre í Noregi og Ulf Kristersson, formaður Moderaterna í Svíþjóð.

Á fundinum ræddu formenninir meðal annars ástandið í Úkraínu og þá spennu sem komin er upp vegna tilflutninga Rússa á herafli og hergögnum að landamærum Úkraínu og á Svartahafi og þeirra krafna sem Rússar hafa sett fram. Ásamt þeirri ógn sem öðrum nærliggjandi ríkjum stafar af ástandinu.

Rætt var um mikilvægi þess að ná lausn í málinu og farið yfir þær viðræður sem eru í gangi, annars vegar við Rússa og hins vegar á vettvangi Atlandshafsbandalagsins, Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og á milli Evrópuríkja – en ástandið á svæðinu er afar viðkvæmt.

Formennirnir eru einhuga um með hvaða hætti rétt væri að nálgast málið og þeirra aðgerða sem fara verður í ef af innrás Rússa inn í Úkraínu verður.