Lýðheilsa og lífsgæði eða ofurþétting

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi:

Fyr­ir hálf­um mánuði var und­ir­ritað Aðal­skipu­lag Reykja­vík­ur 2040. Það er skil­greint sem upp­færð og end­ur­bætt út­gáfa þess Aðal­skipu­lags sem staðfest var fyr­ir rúm­um sjö árum. Í inn­gangi þess seg­ir m.a.: „Ný meg­in­mark­mið, stak­ar breyt­ing­ar og aðrar viðbæt­ur sem sett eru fram í Aðal­skipu­lagi 2040, miða þannig all­ar að því að herða á fram­fylgd þeirr­ar stefnu sem mörkuð var í fyrra aðal­skipu­lagi.“ Enn frem­ur seg­ir: „Með til­lög­un­um er sýnt fram á að þau landsvæði sem við höf­um tekið frá und­ir íbúðabyggð, at­vinnusvæði og sam­göngu­mann­virki í aðal­skipu­lagi und­an­farna ára­tugi, geta dugað okk­ur til árs­ins 2040 og senni­lega mun leng­ur.“

Grá en ekki græn framtíð

Stefn­an er því skýr: Borg­in á að vera borg og ekk­ert annað. Hún á að vera að öllu leyti mann­gerð, þar sem ekk­ert má minna á ósnortna nátt­úru. Hún á að verða stein­steypugrá fyr­ir járn­um, með íbúðahverf­um meðfram helstu sam­gönguæðum, enn þrengri byggð, enn hærri bygg­ing­um, mjög skert­um gróðri í ein­staka blóma­pott­um, færri sól­ar­stund­um, lengri skugg­um og sí­fellt skert­ari opn­um svæðum. Auk þess er viðbúið að gengið verði með enn meiri hörku á úti­vist­ar­rými, opin svæði og ýms­ar nátt­úruperl­ur inn­an nú­ver­andi byggðasvæða, svo sem Laug­ar­dal­inn, Elliðaár­dal­inn og ósnort­ar fjör­ur, með land­fyll­ing­um.

Þetta er at­hygl­is­verð þrá­hyggja þegar haft er í huga að þétt­ingaráformin hafa yf­ir­leitt farið illa af stað og lofa ekki góðu. Skipu­lags­yf­ir­völd standa nú í stappi og ill­deil­um við borg­ar­búa í flest­um þeim grónu hverf­um þar sem byggðaþétt­ing er á döf­inni á allra næstu miss­er­um. Sú tíð er því senn á enda að borg­ar­stjóri geti pré­dikað sleitu­laust um sína góðu bar­áttu fyr­ir lýðheilsu og lífs­gæðum borg­ar­búa. Hann er þvert á móti á góðri leið með að verða helsti and­stæðing­ur lýðheilsu og líf­gæða Reyk­vík­inga með þeirri ofþétt­ing­ar­stefnu sem nú hef­ur enn verið hert á.

Illa þokkuð þétt­ing

Ný­lega voru skipu­lags­yf­ir­völd gerð aft­ur­reka með áform um fjölda blokka meðfram Bú­staðavegi og skorti þar ekk­ert á mál­efn­an­lega og fag­lega gagn­rýni íbú­anna. Íbúar við Háa­leit­is- og Miklu­braut eru einnig and­víg­ir þétt­ingaráform­um sem kveða á um a.m.k. 27 blokk­ir á þeim slóðum, þótt skipu­lags­yf­ir­völd þrá­ist þar enn við, í trássi við meiri­hluta íbú­anna, sam­kvæmt skoðana­könn­un. Á fundi með íbú­um Bú­staða- og Foss­vogs­hverf­is lét borg­ar­stjóri hafa eft­ir sér þá fá­heyrðu at­huga­semd að blokk­irn­ar meðfram Bú­staðavegi yrðu fyr­ir­taks-mön fyr­ir hávaða- og loft­meng­un. Hætt er við að lítið fari fyr­ir lýðheilsu og lífs­gæðum þeirra sem búa eiga í slík­um meng­un­ar­vörn­um.

Bannað að opna glugga

Samþykkt hef­ur verið 4.000 manna byggð í fram­haldi af Skerjaf­irði, án þess að Skerf­irðing­ar fengju nokkuð um það að segja. Nýja byggðin verður inni á nú­ver­andi flug­vall­ar­svæði þar sem jarðveg­ur er afar ol­íu­mengaður. Enn er allt í óvissu um hvort, eða þá hvernig, hægt verði að hreinsa þann jarðveg eins og lög gera ráð fyr­ir. Þessi byggð mun liggja svo nærri flug­braut að Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur tel­ur að íbúðir næst flug­braut nái ekki lág­marks­skil­yrðum hljóðvist­ar og verði því að vera án opn­an­legra glugga. Því skil­yrði verði þá að þing­lýsa á þær fast­eign­ir. Hér er enn verið að stuðla að ofþétt­ingu byggðar í and­stöðu við lýðheilsu og lífs­gæði.

Gagn­rýni fræðimanna

Ýmsir fræðimenn á sviði bygg­ing­ar­list­ar, skipu­lags­fræða, verk­fræði og fleiri fræðigreina sem koma að skipu­lagi um­hverf­is­mót­un­ar hafa skilað inn at­huga­semd­um, ábend­ing­um og gagn­rýni á þetta aðal­skipu­lag. Þar er yf­ir­leitt teflt fram mik­il­vægi lýðheilsu og lífs­gæða, gegn þeirri ofþétt­ingu sem hér ögr­ar þeim gild­um. Yf­ir­völd eru m.a. ein­dregið hvött til að end­ur­skoða þétt­ingaráformin. Bent er á að hverfi með of mikl­um þétt­leika ein­kenn­ist oft, sam­kvæmt er­lend­um rann­sókn­um, af meiri fé­lags­legri ein­angr­un, loft­meng­un og hávaða. Gagn­rýnd er sú meg­in­stefna að skipu­leggja íbúðabyggð þétt við helstu um­ferðaræðar sem vafa­laust muni raska mjög svefnfriði íbú­anna. Gagn­rýnd er leyfi­leg mik­il hækk­un íbúðahúsa sem dreg­ur mjög úr sól­ar­ljósi inn í íbúðir og nærum­hverfi þeirra og gagn­rýnd er aðför að gróðri og opn­um úti­vist­ar­svæðum, svo eitt­hvað sé nefnt.

Í stað þess að læra af mis­tök­um sín­um og hlusta á góðra manna ráð, herða borg­ar­yf­ir­völd tök­in. Það er hátt­ur þeirra sem engu hafa gleymt – og ekk­ert lært.

Morgunblaðið 27. janúar 2022.