Forsendur fyrir inngripi ekki lengur til staðar

„Þegar forsendurnar fyrir inngripinu eru ekki lengur til staðar hlýtur það að kalla á endurmat á stöðunni,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við visir.is aðspurður um forsendur fyrir þeim samkomutakmörkunum sem eru í gildi.

„Það er mín skoðun að það er augljóst að við getum ekki verið með þær takmarkanir sem eru núna í gildi. Þetta kallar á endurskoðun og það eru mjög jákvæð tíðindi. Það er frábært hvað hefur gengið vel hjá okkur,“ segir Bjarni en í birti heilbrigðisráðherra ásamt forstjóra landspítala grein þar sem þau sögðu að verið væri að skoða allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum.

Bjarni segir einnig að nýta verði næstu daga til að setja upp afléttingaráætlun í líkingu við þá sem Færeyingar kynntu um helgina – en þar er stefnt að því að afnema allar sóttvarnartakmarkanir fyrir 1. mars næstkomandi.

Sjá nánar frétt á visir.is.