Afstaða ESB-flokkanna á Alþingi til evrópsks sambandsríkis

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður:

Stjórn­arsátt­máli nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Þýska­lands kall­ar á skýra af­stöðu þeirra sem styðja inn­limun Íslands af hálfu ESB.

Í stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Þýska­lands, sem tók við völd­um núna í byrj­un des­em­ber, kem­ur fram að unnið skuli að því mark­miði að Evr­ópu­sam­bandið verði að eig­in­legu sam­bands­ríki. Þannig eigi að þrýsta á um breyt­ing­ar á sam­band­inu og sátt­mál­um þess til þess að ná mark­miðinu.

Þetta er að vísu ekki fyrsta ákall Þjóðverja um evr­ópskt sam­bands­ríki, en fjöl­marg­ir for­ystu­menn í þýsk­um stjórn­mál­um hafa í gegn­um tíðina kallað eft­ir þess­ari þróun. Að mér vit­andi er þetta þó í fyrsta sinn sem slíkt rat­ar í stjórn­arsátt­mála. Þetta eru því mik­il tíðindi frá þessu áhrifa­mikla, fjöl­menn­asta ríki Evr­ópu­sam­bands­ins og má færa rök fyr­ir því að um vatna­skil sé að ræða.

Guy Ver­hofsta­dt, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Belg­íu og einn helsti leiðtogi frjáls­lyndra flokka (að eig­in mati) á Evr­ópuþing­inu, tek­ur þess­um fregn­um fagn­andi. Lík­ast til sér hann þá lausn á enda­laus­um klofn­ingi Belg­íu að leysa evr­ópsku þjóðrík­in upp. En lýs­ing hans á hinu nýja Evr­ópu­sam­bandi er ekki uppörv­andi fyr­ir smáþjóðirn­ar sem eiga að missa öll völd til sam­bands­ins.

Þró­un­in inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur um nokkuð langt skeið verið í átt að stór­aukn­um samruna. Fróðlegt væri að vita hver afstaða ESB-flokk­anna á Alþingi – Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og e.t.v. Pírata – er til þess­ar­ar stefnu þýskra skoðana­systkina þeirra. Stefnu í átt­ina að eig­in­legu evr­ópsku sam­bands­ríki.

Ég kallaði eft­ir af­stöðu þess­ara flokka til þessa á Alþingi nú í vik­unni. Svar eins full­trúa Viðreisn­ar var at­hygl­is­vert. Sig­mar Guðmunds­son þingmaður svaraði því til að hon­um hugnaðist ekki hug­mynd­ir um miðstýrt sam­bands­ríki Evr­ópu. Það má skilja orð þessa þing­manns Viðreisn­ar, sem stofnuð var vegna af­stöðunn­ar til Evr­ópu­sam­bands­ins, svo að hon­um hugn­ist ekki fyr­ir­ætl­un rík­is­stjórn­ar Þýska­lands. Ástæða er til að spyrja í fram­hald­inu hvort Viðreisn muni nú ekki leggja til fyr­ir sitt leyti að ein­ung­is verði sótt um aðild ef gerður verði full­ur fyr­ir­vari hvað þetta varðar. Ísland muni aldrei sætta sig við frek­ara vald­framsal en þjóðir sam­bands­ins verða nú að þola.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. janúar 2022.