Jól í ómíkron

Hildur Sverrisdóttir alþingismaður:

Við höf­um öll fundið með ein­um eða öðrum hætti fyr­ir veirunni sem markað hef­ur líf okk­ar síðustu tvö ár. Hún gef­ur hátíðum og fjöl­skylduaðstæðum eng­an gaum og ger­ir bara sitt líkt og veir­ur gera. Strax í upp­hafi far­ald­urs­ins var sleg­inn sá tónn að pest­ir væru ill­viðráðan­leg­ar og best væri að nýta kraft­ana í að heil­brigðis­kerfið réði við verk­efnið. Ástæðan er ein­föld; ef heil­brigðis­kerfið brest­ur er ekki hægt að beita lífs­bjarg­andi úrræðum sem nú­tíma­heil­brigðis­kerfi færa okk­ur.

Þetta er og var gott og skýrt mark­mið. Síðan hef­ur það verið fært nokkr­um sinn­um; veiru­frítt land varð tak­markið, svo að hemja út­breiðsluna þar til búið væri að bólu­setja, og að verj­ast inn­rás­um ým­issa af­brigða.

Í því er mik­il­vægt að hafa í huga að það er ekki fjár­hags­leg­ur vandi sem veld­ur því hve spít­al­inn þykir brot­hætt­ur held­ur aðrir þætt­ir sem öll eru sam­mála um að leysa verði sem fyrst. En það er ekki bara veira sem get­ur valdið álagi held­ur allt mögu­legt. Skorður á líf fólks mega ekki verða sjálf­krafa svarið. Ef bráðamót­tak­an ræður ekki við rútu­slys get­ur niðurstaðan ekki verið að loka veg­um, held­ur að und­ir­búa spít­al­ann bet­ur.

Hér þarf nauðsyn­lega form­legt sam­tal um það hvað er und­ir svo við get­um sett stefn­una sam­eig­in­lega, ekki síst með það fyr­ir aug­um að veir­ur og áföll verða alltaf hluti af til­veru okk­ar. Þingið og lýðræðis­lega kjörn­ir full­trú­ar ættu að hafa meira um þetta allt að segja. Und­ir er ekki bara veira held­ur heilt sam­fé­lag þar sem skaðinn get­ur verið lang­vinn­ur og ósýni­leg­ur. Mennt­un barna er til að mynda mann­rétt­indi þeirra og það er mikið á sig leggj­andi til að hér sé hægt að halda úti sem eðli­leg­ustu sam­fé­lagi sem ekki fer fram bak við lukt­ar dyr. Þetta segi ég af full­um skiln­ingi og sam­kennd gagn­vart því álagi sem heil­brigðis­starfs­fólk er und­ir.

Nú á næstu dög­um þegar töl­fræðin að baki þess­ar­ar nýju bylgju ligg­ur fyr­ir verðum við að horfa yf­ir­vegað yfir sviðið og meta áhrif og af­leiðing­ar – bæði far­ald­urs­ins og aðgerðanna – og taka ákv­arðanir með það að leiðarljósi.

Ómíkron-af­brigðið virðist svo smit­andi að fyr­ir­tæki eru far­in að loka, ekki vegna veik­inda held­ur sótt­kví­ar. Fjöldi fjöl­skyldna eyddi jól­un­um í sund­ur, í ein­angr­un og sótt­kví, og hér væri eng­in leið að halda úti skóla­haldi í þekkj­an­legri mynd ef skól­ar væru ekki í fríi. Ef staða heil­brigðis­kerf­is­ins kall­ar raun­veru­lega á sömu aðferðafræði og í upp­hafi far­ald­urs­ins þegar við viss­um ekk­ert, þekkt­um enga töl­fræði, veik­ind­in voru al­var­legri og bólu­efn­in eng­in, þá stefn­ir hér í mjög mikið óefni. Næsta skref hlýt­ur að vera að taka ákv­arðanir sam­eig­in­lega út frá staðreynd­um eins hratt og heild­stætt og hægt er og gæta þess að aðgerðirn­ar valdi ekki meiri sárs­auka en það sem þær eru að vernda gegn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 30. desember 2021.