22 milljarða aukning til heilbrigðismála 2021

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjár­mála- og efnahags­ráð­herra lagði í vikunni fram fjár­aukalaga­frum­varp fyrir árið 2021. Í því má finna aukin framlög til heilbrigðismála um 22 milljarða vegna yfirstandandi árs.

Má þar m.a. nefna aukið fjármagn til sjúkrahúsþjónustu um tæpa 8 milljarða, við heilsugæslu og aðra heilbrigiðisþjónustu utan sjúkrahúsa um 6,6 milljarða, þar af um 790 milljónir til heilsugæslu. Gert er ráð fyrir 2 milljörðum til endurhæfingar- og hjúkrunar. Þá er gert ráð fyrir um 3 milljörðum til lyfja og lækningavara. 4,8 milljarðar fara í sérfræðiþjónustu og hjúkrun, þar af um 2,9 milljarðar í rekstur sóttvarnarhótela.

Er í fjáraukalagafrumvarpinu er m.a. verið að horfa til ófyrirséðs kostnaðar vegna Covid-19 og eins að styrkja heilbrigðiskerfið almennt til að takast á við faraldurinn og aðrar farsóttir sem síðar kunna að koma. Þá má einnig nefna aukin fjárlög vegna hágæslurýma og til að efla almennan tækjakost við Hringbraut og í Fossvogi.

Frumvarpið í heild má finna hér.