Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er nýr vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra nýrrar ríkisstjórnar er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Áslaug Arna var áður dómsmálaráðherra árin 2019-2021.

„Fyrsta verkefnið verður að búa til þetta nýja og spennandi ráðuneyti sem sett er saman í kringum tækifæri framtíðarinnar.“

Helstu verkefni nýs ráðuneytis verða málefni vísinda- og rannsókna, þ. á m. háskóla, iðnaðar og nýsköpunar og fjarskiptamál. Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verður með aðsetur í mennta- og menningarmálaráðuneyti þar til hið nýja ráðuneyti tekur til starfa.

Nánar má lesa um starfs- og æviferil ráðherrans hér.

Facebook-síðu ráðherrans má nálgast hér.

Instagram-síðu ráðherrans má nálgast hér.