Næst hæstu launin hér á landi
'}}

Meðallaun á Íslandi voru þau næst­hæstu árið 2020 í sam­an­b­urði milli 28 landa. Hæstu launin eru í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en byggir á haustskýrslu kjaratölfræðinefndar OECD um launatöflu sem birt var í gær.

Meðallaunin á Íslandi 2020 jafngiltu 67.500 bandaríkjadollurum og voru 16% hærri en í Danmörku þar sem launin eru næsthæst á Norðurlöndunum. Í skýrslunni segir að meðallaun allra fullvinnandi á vinnumarkaði séu ágæt vísbending um velferðarstig landa.

Þá kemur fram að Bandaríkin, Ísland, Lúxemborg og Sviss séu í sérflokki hvað varðar meðallaun. Vísitala tímakaups á Íslandi hækkaði skv. OECD um 17% á fyrsta ársfjórðungi 2019 þegar hún hækkaði að meðaltali um 7% innan OECD á sama tíma og um 4-7% á öðrum Norðurlöndum. Kaupmátturinn hér á landi óx meira hér þrátt fyrir mismunandi verðbólgu í löndum OECD.

Á þessu má því ljóst vera að það skiptir máli hvaða flokkur fer fyrir efnahagsmálunum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra frá árinu 2013 að undanskildum þeim tíma sem hann gegndi embætti forsætisráðherra á árinu 2017.