Fjórar af fimm bestu heilsugæslunum einkareknar

VELFERÐIN sjöundi þáttur: Þættir um velferðar- og heilbrigðismál.

Af fimm bestu heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu að mati þjónustuþega eru fjórar einkareknar.

Þorkell Sigurlaugsson, ræðir í þessum síðasta hlaðvarpsþætti fyrir kosningar við Ragnar Frey Ingvarsson, sérfræðing í lyf og gigtarlækningum og umsjónarlækni COVID göngudeildar Landspítala. Ragnar er líka þekktur sem læknirinn í eldhúsinu en ekki er fjallað um þá hæfileikahlið hans í þættinum. Þáttinn má finna hér.

Ragnar fékk sína sérfræðimenntun í gigtarlækningum í Svíþjóð og starfaði meðfram eða í framahaldi af námi auk þess í Bretlandi. Sá þar m.a. um samningagerð við sérfræðilækna.  Sú reynslu hafur verið honum verðmæt og aukið skilning hans á mikilvægi þess að stofnanir eins og Sjúkratryggingar Íslands séu vel reknar, með gott eftirlit en byggi ekki starfsemina á sífelldri og langvinni tortryggni í garð sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna.

Á Íslandi skiptir sköpum að hafa gott aðgengi að sérfræðilæknum, góða og skilvirka samninga við þá og eftirlit og láta það ekki gerast að ekki sé hægt að semja við lækna, sjúkraþjálfara og aðra, svo mánuðum og jafnvel árum skiptir.

Ríkið þarf að skilgreina að hvað leiti byggja eigi um hvatakerfi í heilbrigðiskerfinu og metnaðarfulla og jákvæða samkeppni. Hvers konar blandað heilbrigðiskerfi eigi að reka. Þetta kallast algjörlega á við þá stefnumörkun sem lagt var upp með á flokksráðsfundi flokksins í lok ágúst:

„Sjálfstæðisflokkurinn vill móta nýja velferðar- og heilbrigðisstefnu á breiðum grunni í opinberum rekstri og einkarekstri með framtíðarsýn sem tekur til menntunar heilbrigðisstarfsfólks, tækniþróunar og þarfa sjúklinga. Efla sérstaklega forvarnir, endurhæfingu og geðheilbrigðisþjónustu.“

Viðtalið við Ragnar er fróðlegt og skemmtilegt og ég vil að lokum þakka áhorfendur fyrir góðar viðtökum við þessum þáttum. Stefna okkar í velferðar- og heilbrigðismálum er mjög sterk og uppfyllir áreiðanlega mikilvægar kröfur og væntingar heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga til heilbrigðiskerfisins.