Ísland verði áfram land tækifæranna

Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður:

Sjálf­stæðis­fólk hef­ur í þess­um kosn­ing­um lagt áherslu á mik­il­vægi traustra efna­hags­mála. Fylgt verði áfram þeirri efna­hags­stefnu sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur haft for­ystu um allt frá ár­inu 2013. Hin sterka staða efna­hags­lífs­ins og skyn­sam­leg stjórn rík­is­fjár­mála hef­ur gert okk­ur kleift að tak­ast á við efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar með ár­ang­urs­rík­ari hætti en flest­um öðrum.

Nú þegar erum við á góðum vegi efna­hags­legr­ar end­ur­reisn­ar. Efna­hags­lífið sýn­ir viðnámsþrótt með öfl­ugri einka­neyslu og vexti í öðrum út­flutn­ingi en ferðaþjón­ustu á erfiðum tím­um heims­far­ald­urs. Lík­ur eru á að hag­vöxt­ur á þessu og kom­andi ári verði meiri en reiknað var með. Fólk og fyr­ir­tæki vilja stöðug­leika og vöxt.

Stöðug­leiki og sjálf­bærni eru und­ir­staðan

Þenn­an stöðug­leika og sjálf­bærni rík­is­fjár­mála þarf að tryggja um lengri tíma. Sjálf­stæðis­flokk­ur hef­ur sett fram það mark­mið að rekst­ur rík­is­sjóðs verði orðinn já­kvæður fyr­ir lok nýs kjör­tíma­bils. Þá fyrst og fremst með aukn­um út­flutn­ings­tekj­um og um­bót­um í op­in­ber­um rekstri. Áhersla verði lögð á for­gangs­röðun og virkj­un einkafram­taks við veit­ingu op­in­berr­ar þjón­ustu.

Verk­efni til betri lífs­kjara

Lagður hef­ur verið grunn­ur að því að tak­ast á við næstu áskor­an­ir. Bjart­sýni og upp­bygg­ing­ar­hug­ur skal ráða ríkj­um. Sækja ákveðið fram með um­bót­um á ýms­um sviðum. Fjöl­mörg verk­efni blasa við sem ráða miklu um lífs­kjör lands­manna.

Stuðning­ur við nýja at­vinnu­vegi, ryðja úr vegi óþörf­um og skaðleg­um hindr­un­um í rekstr­ar­um­hverfi, við stofn­un fyr­ir­tækja, leyf­is­veit­ing­ar og er­lenda fjár­fest­ingu. Bet­ur má ef duga skal við að draga úr höml­um reglu­verks sem ekki þjón­ar skýr­um til­gangi. Flækj­u­stig og íþyngj­andi kvaðir draga úr hvata til rekstr­ar og fjár­fest­inga. Reglu­verkið verður að ein­falda sem og skatt­kerfið. Metnaður skyldi liggja í að tryggja fyr­ir­tækj­um um­hverfi sem stenst alþjóðleg­an sam­an­b­urð og sam­keppni. Þannig bæt­um við enn lífs­kjör al­menn­ings og bætt sam­keppn­is­staða lands­ins ýtir enn frek­ar und­ir vöxt og verðmæta­sköp­un og um leið al­menna vel­sæld.

Draga úr þátt­töku rík­is­ins á fjár­mála­markaði með sölu hluta­bréfa í bönk­un­um. Fækka rík­is­stofn­un­um og sam­eina aðrar með það að mark­miði að auka getu þeirra til að sinna leiðbein­ing­ar­hlut­verki sínu.

Ein­fald­ara Sta­f­rænt Ísland

Halda áfram að gjör­bylta sam­skipt­um og viðmóti hins op­in­bera gagn­vart lands­mönn­um með Sta­f­rænu Íslandi. Nýta nú­tíma­tækni til að ein­falda líf og sam­skipti fólks. Sam­skipti við hið op­in­bera færð í eina sam­ráðsgátt. Þjón­usta gerð aðgengi­legri, hag­kvæm­ari, ein­fald­ari og fljót­virk­ari. Þannig nýt­ist skatt­fé al­menn­ings bet­ur.

Lægri skatt­ar

Í stjórn­mála­álykt­un fjöl­menns flokks­ráðsfund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins nú í ág­úst 2021 er sterk krafa um lækk­un skatta – í þágu heim­ila og fyr­ir­tækja. Þær skatt­kerf­is­breyt­ing­ar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur hef­ur haft for­ystu um allt frá 2013 hafa miðað að því að létta byrðar launa­fólks og auka kaup­mátt, styrkja af­komu fyr­ir­tækja og hvetja til fjár­fest­inga, ný­sköp­un­ar og þró­un­ar. Til að tryggja auk­in lífs­kjör verður að halda áfram á þeirri braut og leita allra leiða til nýt­ing­ar fjár­muna hins op­in­bera svo lækk­un skatta sé mögu­leg.

Áfram­hald­andi end­ur­reisn

Meg­in­at­riðið er það að efna­hags­leg end­ur­reisn Íslands bygg­ist á og fylgi þeirri efna­hags­stefnu sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur haft for­ystu um. Ein­ung­is þannig get­ur Ísland nýtt hin mörgu sókn­ar­færi sín og verið áfram land tæki­færa. Sann­ar­lega er til mik­ils að vinna.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 20. september 2021.