Skýrir valkostir 25. september

Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Nú ligg­ur fyr­ir að tíu stjórn­mála­flokk­ar og -fram­boð hafa lagt fram lista í öll­um kjör­dæm­um lands­ins. Þessi fjöldi er í sjálfu sér ekk­ert eins­dæmi. Und­an­far­in ár hef­ur flokk­um, sem eiga raun­hæfa mögu­leika á þing­sæt­um, fjölgað og eru á því ýms­ar skýr­ing­ar, sem ekki verður farið nán­ar út í hér. Í dag eiga átta flokk­ar full­trúa á Alþingi og ef eitt­hvað er að marka skoðanakann­an­ir gæti þessi fjöldi hald­ist og jafn­vel einn bæst við.

Að sumu leyti flæk­ir þetta stöðuna á hinum póli­tíska vett­vangi. All­ar umræður í aðdrag­anda kosn­inga verða ómark­viss­ari en ella þegar full­trú­ar tíu flokka keppa um at­hygl­ina, hver um sig tal­ar út frá sín­um for­send­um og lít­ill tími gefst til rök­ræðna eða dýpri umræðna um ein­stök mál­efni eða til­lög­ur. Þetta sést vel á sam­eig­in­leg­um fram­boðsfund­um, umræðuþátt­um í ljósvakamiðlum og á öðrum þeim vett­vangi, þar sem flokk­um og fram­boðum gefst kost­ur á að kynna sig.

Fleiri flokk­ar – flókn­ari vígstaða

Þessi fjöldi flokka hef­ur líka að sjálf­sögðu áhrif á þingi eins og reynsla und­an­far­inna ára sýn­ir. Stjórn­ar­mynd­an­ir verða flókn­ari en oft var hér áður fyrr og geta kallað á fleiri mála­miðlan­ir. Þessi staða legg­ur líka þá ábyrgð á herðar for­ystu­mönn­um í stjórn­mál­um að vera til­bún­ir til að leggja til hliðar ýtr­ustu kröf­ur og vera fær­ir um að vinna með öðrum að brýn­um sam­eig­in­leg­um verk­efn­um, jafn­vel þótt þeir eigi sér ólík­an bak­grunn og nálg­ist mál­in út frá ólík­um hug­mynda­fræðileg­um grund­velli. Stjórn­mál eru list hins mögu­lega og þeir sem vilja hafa raun­veru­leg áhrif verða að taka ákv­arðanir sín­ar út frá raun­hæfu mati á aðstæðum en ekki ósk­hyggju. Þeir sem nálg­ast mál­in með því að setja öðrum úr­slita­kosti, gera kröf­ur um allt eða ekk­ert og úti­loka sam­starfs­mögu­leika fyr­ir­fram eiga á hættu að dæma sig úr leik.

Sum­ir telja að þessi flokka­fjöldi í kosn­ing­un­um og óhjá­kvæmi­leg­ar mála­miðlan­ir við stjórn­ar­mynd­un geri val­kosti kjós­enda óskýra. Í slík­um full­yrðing­um er vissu­lega ákveðið sann­leikskorn, sér­stak­lega ef staðan hér er bor­in sam­an við lönd sem búa við rót­gróið tveggja flokka kerfi eða fast­mótaða blokka­mynd­un til hægri og vinstri eins og al­gengt er ann­ars staðar á Norður­lönd­um. Sá veru­leiki, sem við horf­umst í augu við, leiðir til þess að flokk­ar verða að vera til­bún­ir til að vinna þvert yfir hinar hefðbundnu póli­tísku lín­ur, eins og reynsla und­an­far­inna ára sýn­ir. Og reynsl­an sýn­ir líka að það er hægt og get­ur skilað góðum ár­angri fyr­ir land og þjóð.

Styrk­leiki flokk­anna skipt­ir máli

En geta þá kjós­end­ur með engu móti áttað sig á því á hverju er von eft­ir kosn­ing­ar? Skipt­ir þá engu máli hvernig kjós­end­ur haga vali sínu því út­kom­an verður alltaf ein­hver sam­suða? Þessu neita auðvitað all­ir flokk­ar og fram­bjóðend­ur og hafa raun­veru­lega mikið til síns máls. Styrk­leiki flokka að kosn­ing­um lokn­um og skipt­ing þing­sæta skipt­ir auðvitað höfuðmáli um það hvernig rík­is­stjórn verður hægt að mynda og hverj­ar verða áhersl­ur stjórn­ar­meiri­hlut­ans á næsta kjör­tíma­bili. Það skipt­ir máli hvaða ein­stak­ling­ar velj­ast til þing­setu og hversu sterk staða ein­stakra flokka og for­ystu­manna þeirra er þegar úr­slit kosn­inga liggja fyr­ir.

Sterk­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur eða vinstri­stjórn

Að þessu leyti eru val­kost­ir kjós­enda býsna skýr­ir í þess­um kosn­ing­um. Og þetta eru í sjálfu sér ekki óvænt­ir eða ný­stár­leg­ir val­kost­ir. Þeir eru í grund­vall­ar­atriðum þeir sömu og í mörg­um und­an­förn­um kosn­ing­um. Eins og sak­ir standa virðist tveggja flokka rík­is­stjórn ekki raun­hæf­ur mögu­leiki en eins og stund­um áður geta kjós­end­ur valið milli þriggja flokka rík­is­stjórn­ar þar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er kjöl­fest­an og hins veg­ar fjög­urra til sex flokka vinstri­stjórn­ar. Sum­ir flokk­ar á vinstri vængn­um stefna op­in­skátt að síðari kost­in­um. Aðrir, sem staðsetja sig á miðjunni, halda þeim mögu­leika opn­um að taka þátt í slíkri stjórn­ar­mynd­un þótt þeir gæti sín á því núna að brosa til skipt­is til hægri og vinstri.

Þetta þýðir að þeir kjós­end­ur sem raun­veru­lega vilja að hér verði mynduð fjög­urra til sex flokka vinstri­stjórn eiga vissu­lega kost á því að velja á milli ým­issa flokka. Þeir kjós­end­ur, sem á hinn bóg­inn kæra sig ekki um þá niður­stöðu, eiga hins veg­ar bara einn raun­hæf­an val­kost. Að því leyti gæti hin póli­tíska staða varla verið skýr­ari.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 15. september 2021.