Hugsjónir fara ekki á uppboð

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Auðvitað er ekk­ert óeðli­legt að hags­muna­sam­tök, sem berj­ast fyr­ir fram­gangi mála fyr­ir hönd fé­lags­manna, nýti tæki­fær­in í aðdrag­anda kosn­inga og krefji stjórn­mála­flokka og fram­bjóðend­ur um af­stöðu þeirra. Oft eru mál­efn­in brýn – rétt­læt­is­mál sem stund­um falla í skugg­ann af öðrum sem litlu skipta en fanga huga fjöl­miðla og stjórn­mála­manna í dag­legu þrasi þar sem auka­atriði leika aðal­hlut­verkið.

Skömmu fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2016 hélt ég því fram, hér á þess­um stað, að yf­ir­skrift margra funda sem hags­muna­sam­tök af ýmsu tagi boða til með fram­bjóðend­um gæti verið: „Hvaða ætl­ar þú að gera fyr­ir mig – fyr­ir okk­ur?“ Fund­irn­ir hefðu marg­ir frem­ur yf­ir­bragð upp­boðsmarkaðar kosn­ingalof­orða en funda um stefnu­mál flokk­anna. Fram­bjóðend­um er stillt upp við vegg. Lófa­klapp og hvatn­ingu fá aðeins þeir sem mestu lofa. Fram­bjóðandi sem spar­ar lof­orðin og á eng­ar kan­ín­ur í hatti sín­um, fær kulda­leg­ar mót­tök­ur, jafn­vel fjand­sam­leg­ar. Er nema furða að ein­hverj­ir freist­ist til að bregða sér í gervi töframanns­ins í leit að ein­hverju – ef ekki kan­ínu þá bara ein­hverju öðru – til að draga upp úr hatt­in­um.

Hug­mynda­fræði í FG

Kosn­inga­bar­átta að þessu sinni mark­ast eðli­lega af þeim tak­mörk­un­um sem sett­ar hafa verið vegna kór­ónu­veirunn­ar (rétt­læt­ing fyr­ir þeim verður sí­fellt létt­væg­ari). Fund­ir eru færri, stund­um hrein­ir fjar­fund­ir. Það var því gott að geta mætt í Fjöl­brauta­skól­ann í Garðabæ [FG] á stefnu­mót við nem­end­ur ásamt full­trú­um allra flokka sem bjóða fram í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Nem­end­urn­ir gátu átt sam­tal við okk­ur fram­bjóðend­ur beint, rök­rætt við okk­ur, spurt og gengið á eft­ir hrein­skipt­um svör­um.

Það verður að viður­kenn­ast að það kom mér þægi­lega á óvart að ekki einn ein­asti nem­andi sem ég ræddi við, var upp­tek­inn af eig­in hags­mun­um. Einn vildi ræða um stjórn­ar­skrá, nokkr­ir höfðu áhuga á því hvernig Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vildi skipu­leggja heil­brigðis­kerfið, þrjár ung­ar kon­ur brunnu fyr­ir orku­skipt­um og mögu­leik­um okk­ar Íslend­inga á kom­andi árum. Eng­inn hafði áhuga á að ræða sér­stak­lega um náms­lán eða hús­næðismál náms­manna.

Ekki einn ein­asti nem­andi krafðist þess að fá að vita hvað Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn „ætli að gera fyr­ir mig“, en marg­ir vildu vita fyr­ir hvað Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stæði, hver væri hug­mynda­fræði flokks­ins.

Svar mitt var ein­falt: „Við trú­um á ykk­ur, hvert og eitt ykk­ar. Við vilj­um tryggja að þið getið notið hæfi­leika ykk­ar og dugnaðar. Við lít­um á það sem skyldu okk­ar að ryðja úr vegi hindr­un­um svo þið getið látið drauma ykk­ar ræt­ast.“

Unga fólkið í FG var ekki fast í smá­atriðum, ekki blint á sam­fé­lagið vegna eig­in hags­muna. Það vildi kom­ast að kjarna máls­ins. Það hef­ur minni þol­in­mæði en marg­ir aðrir fyr­ir stór­yrðum eða fögr­um lof­orðum stjórn­mála­manna sem lofa öll­um gulli og græn­um skóg­um. Kan­ín­ur eru ekki heill­andi í hug­um þessa unga hæfi­leika­ríka fólks.

Hug­mynda­fræðileg­ur þorsti

Fátt er meira gef­andi en að ræða hug­mynda­fræði fyr­ir stjórn­mála­mann sem bygg­ir hug­sjón­ir sín­ar á trúnni á mann­inn, hæfni ein­stak­lings­ins til þess að stjórna sér sjálf­ur og leita að eig­in lífs­ham­ingju án þess að troða öðrum um tær. Mér finnst ég skynja hug­mynda­fræðileg­an þorsta hjá ungu fólki, ekki aðeins hjá nem­end­um í FG held­ur um allt land. Fyr­ir stjórn­mála­flokk sem hef­ur átt öfl­uga hug­mynda­fræðinga og for­ystu­menn sem meitlað hafa hug­sjón­irn­ar frels­is og fram­taks, er jarðveg­ur­inn því frjór. Kist­urn­ar eru full­ar af verk­fær­um fyr­ir fram­bjóðend­ur.

Tæki­færi tals­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins til að ræða um hug­mynda­fræði hafa lík­lega ekki verið betri í ára­tugi. Þeir geta talað af sann­fær­ingu fyr­ir tak­mörkuðum rík­is­af­skipt­um, lág­um skött­um og auknu frelsi ein­stak­ling­anna. Allt er þetta ofið sam­an við áherslu á fjár­hags­legt sjálf­stæði ein­stak­ling­anna, öfl­ugt al­manna­trygg­inga­kerfi og gott heil­brigðis­kerfi sem þjón­ar öll­um óháð efna­hag.

Það er ekki ónýtt fyr­ir fram­bjóðend­ur að eiga sam­tal við kjós­end­ur og skýra út hvernig Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bygg­ir á frjáls­lyndri íhalds­stefnu og rót­tækri markaðshyggju með áherslu á vald­dreif­ingu, frelsi ein­stak­lings­ins, opna stjórn­sýslu og upp­lýs­inga­frelsi. Um leið átta kjós­end­ur sig á því að fram­bjóðend­ur flokks­ins eru ekki all­ir steypt­ir í sama mót. Hafa mis­jafn­ar skoðanir á ein­stök­um mál­um, en sam­ein­ast í grunn­hug­sjón um frelsi ein­stak­lings­ins og hafa tekið hönd­um sam­an und­ir merkj­um stjórn­mála­flokks sem mynd­ar far­veg fyr­ir sam­keppni hug­mynda og skoðana.

Slík­ar hug­sjón­ir fara ekki á upp­boðsmarkað, hvorki fyr­ir eða eft­ir kosn­ing­ar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 15. september 2021.