Öflug velferð skiptir okkur öll máli

Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður:

Vel­ferðar­mál eru um­fangs­mesti út­gjalda­flokk­ur­inn fyr­ir sveit­ar­fé­lög og rík­is­sjóð, en jafn­framt einn sá mik­il­væg­asti og af­drifa­rík­asti fyr­ir lífs­gæði al­menn­ings í land­inu. Ef ekk­ert er að gert þarf sí­fellt aukið fjár­magn og skatt­fé í þenn­an mála­flokk. Gríðarleg tæki­færi eru til að auka gæðin, bæta þjón­ust­una og auka skil­virkni. Það þarf nýja hugs­un, aukna áherslu á ný­sköp­un og tækni.

Fjölga þarf starfs­fólki á viss­um sviðum heil­brigðisþjón­ustu, svo sem við umönn­un aldraðra, en einnig sér­hæfðu heil­brigðis­starfs­fólki, m.a. í gjör­gæslu og bráðaþjón­ustu. Ekki síst þarf að virkja bet­ur sjálf­stætt starf­andi fyr­ir­tæki á þessu sviði og draga úr um­fangi rík­is­rekstr­ar. Veru­leg tæki­færi eru í úr­bót­um í sam­starfi og samþætt­ingu mis­mun­andi þjón­ustu­sviða fé­lags- og heil­brigðisþjón­ustu, svo og milli ein­stakra þjón­ustu­ein­inga rík­is­rekstr­ar og sjálf­stætt starf­andi heil­brigðis­starfs­fólks og -fyr­ir­tækja.

Ein­stak­ling­ur­inn í fyr­ir­rúmi ekki kerfið

Nauðsyn­legt er að skipu­leggja alla heil­brigðisþjón­ustu með til­liti til þarfa og hags­muna þeirra sem þurfa á þjón­ust­unni að halda.

Samn­ing­ar þurfa að liggja fyr­ir um kaup á þjón­ustu við sjúkra­stofn­an­ir og sér­fræðinga á sviði vel­ferðarþjón­ustu fyr­ir alla lands­menn.

Við verðum að finna leiðir til að koma til móts við fólk út frá þörf­um þess hverju sinni. Þegar horft er á þá þjón­ustu sem eldra fólki stend­ur til boða sting­ur í stúf að hluti af þjón­ust­unni er á herðum sveit­ar­fé­laga en hluti hjá rík­inu. Þetta veld­ur því að flækj­u­stigið er meira og þjón­ustuþeg­inn fell­ur stund­um á milli. Átök­in snú­ast þannig oft um fjár­magn á milli rík­is og sveit­ar­fé­laga, – því rugli þarf að linna. Hér er í öll­um til­fell­um um skatt­fé okk­ar að ræða og al­gjör­lega óá­sætt­an­legt að tvö stjórn­sýslu­stig lands­ins eyði tíma, orku og fjár­mun­um í að tak­ast á í stað þess að ein­blína á að bæta þjón­ust­una. Það er því eðli­legt að spyrja eft­ir­far­andi spurn­ing­ar: Eiga sveit­ar­fé­lög­in að taka yfir mál­efni aldraðra, eða á mála­flokk­ur­inn að vera á herðum rík­is­ins? Þjón­ust­una geta svo ýms­ir veitt, bæði op­in­ber­ir og einkaaðilar. Þótt fjár­magnið komi úr sjóðum okk­ar allra.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. september 2021.