Fjölskylduhátíð og opinn fundur með Bjarna á Akureyri

Á laugardaginn kemur, hinn 11. september, býður Sjálfstæðisflokkurinn í Norðausturkjördæmi til fjölskylduhátíðar og opins fundar.

Fjölskylduhátíð Sjálfstæðisflokksins verður kl. 12:00Glerárgötu 28, Akureyri.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður heiðursgestur hátíðarinnar.

Glens, grill og gaman við hæfi allra!

Í kjölfarið verður opinn fundur í Menningarhúsinu Hofi kl. 14:00 með Bjarna Benediktssyni, Njáli Trausta Friðbertssyni, Berglindi Ósk Guðmundsdóttur og Jóni Gunnarssyni ritara Sjálfstæðisflokksins.

Um kvöldið kl. 20:00 verður opnunarpartý kosningamiðstöðvarinnar að Glerárgötu 28. Stuð og léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur á þessum viðburðum.

 Allir velkomnir.